Fótbolti

Balotelli orðinn leikmaður AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Balotelli með Adriano Galliani, varaforseta AC Milan.
Balotelli með Adriano Galliani, varaforseta AC Milan. Nordic Photos / AFP
Mario Balotelli er formlega genginn til liðs við AC Milan frá Englandsmeisturum Manchester City.

Balotelli skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við AC Milan en hann gekkst undir læknisskoðun í gær.

„Ég mun alltaf eiga stað í mínu hjarta fyrir City. Þetta er frábært félag með frábæra framtíð. Kannski hittumst við aftur einn daginn en ég vil þakka þeim öllum fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt mér," sagði Baloteli í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu City.

City keypti Balotelli fyrir 24 milljónir punda árið 2010 og skoraði hann 30 mörk í 80 leikjum fyrir félagið. Hann átti þó erfitt uppdráttar á núverandi tímabili.

Balotelli staðfesti einnig að hann hafi kvatt liðsfélaga sína fyrir leikinn gegn QPR í vikunni. Hann segir að það hafi verið erfitt að kveðja knattspyrnustjórann Roberto Mancini.

„Hann var leiður og ég líka. En við áttum gott spjall. Ég elska Roberto og hann hefur verið mér mjög mikilvægur á mínum ferli. Ég mun vera honum ávallt þakklátur fyrir það traust sem hann sýndi mér."

„Það var mikilvægt fyrir mig að vera hjá City. Ég þurfti að taka út þroska sem leikmaður og sem persóna. Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×