Fótbolti

Inter tapaði fyrir botnliðinu á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Inter tapaði óvænt fyrir botnliði Siena, 3-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hefur því unnið aðeins einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Þrjú fyrstu mörk leiksins komu á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Innocent Emeghara og Alessio Sestu skoruðu fyrir Siena en Antonio Cassano fyrir Inter.

Alessandro Rosina skoraði svo þriðja mark Siena úr vítaspyrnu sem var dæmd á Christian Chivu, varnarmann Inter. Chivu fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot sitt.

Siena lyfti sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með sautján stig ásamt Palermo. Inter er í fjórða sætinu með 40 stig.

Lazio, sem er í þriðja sæti deildarinnar, tapaði einnig óvænt fyrir Genoa í dag. Marco Rigoni skoraði sigurmark Genoa, sem var í átjánda sæti deildarinnar fyrir leikinn, á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, Pescara, tapaði fyrir Bologna á heimavelli, 3-2. Birkir hafði átt fast sæti í byrjunarliði Pescara síðan í október síðastliðnum.

Með tapinu féll Pescara niður í fallsæti en liðið er í átjánda sæti með 20 stig.

Úrslit dagsins:

Chievo - Juventus 1-2

Siena - Inter 3-1

Palermo - Atalanta 1-2

Pescara - Bologna 2-3

Genoa - Lazio 3-2

Fiorentina - Parma 2-0

AC Milan - Udinese (kl. 19.45)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×