Frábær skáktilþrif í Hörpu 24. febrúar 2013 11:48 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira