Gunnar Nelson hefur aldrei tapað í 12 bardögum sínum í blönduðum bardagaíþróttum en Mike Pyle hefur aftur á mótið unnið 6 af síðustu 7 bardögum sínum. Pyle vann síðast sigur á James Head en hann kláraði þann bardaga í fyrstu lotu.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá því hvernig Pyle vann James Head eftir aðeins eina mínútu og 55 sekúndur. Þetta var þriðji bardaginn í röð sem Pyle klárar á löppunum og alla hefur hann unnið í fyrstu lotu.
Það er ljóst á þessum myndum að þegar Gunnars Nelson og Mike Pyle mætast í hringnum í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas þá geta varla mæst ólíkari bardagamenn. Mike Pyle er einkar upptekin af sjálfum sér og uppfyllur af allskyns stælum á meðan okkar maður lætur verkin tala á meðan klukkan gengur.
Mike Pyleby FanVidRipp3r