Ætla að bæta árangur Péturs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 10:45 Alfreð Finnbogason. Mynd/E. Stefán Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira