Ætla að bæta árangur Péturs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 10:45 Alfreð Finnbogason. Mynd/E. Stefán Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira