Körfubolti

Ofbeldisfulli þjálfarinn fær 12 milljónir í bónus

Mike Rice.
Mike Rice.
Körfuboltaþjálfarinn Mike Rice komst í heimsfréttirnar í vikunni þegar myndband með vafasömum þjálfunaraðferðum hans fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn.

Þar sást Rice beita leikmenn sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann kastaði boltum í þá, sparkaði í þá og hristi þá hraustlega til.

Eftir að myndbandið kom fyrir sjónir almennings var Rice rekinn frá Rutgers-háskólanum. Í dag sagði síðan íþróttastjóri skólans upp en hann var sakaður um að hylma yfir með þjálfaranum.

Rice hafði verið vísað frá störfum í þrjá leiki í desember. Ástæðurnar sem voru gefnar upp þá voru ekki sannar. Íþróttastjórinn bar ábyrgð á því.

Þjálfarinn brottrekni getur þó huggað sig við að hann fær 12 milljónir króna í skilnaðargjöf frá skólanum. Það er bónus sem hann var búinn að vinna sér inn með því að klára tímabilið. Hefði hann verið rekinn í desember hefði hann ekki fengið þann bónus.

NBA

Tengdar fréttir

Sparkar í og lemur leikmenn sína | Myndband

Mike Rice, þjálfari Rutgers-háskólans, er enginn venjulegur þjálfari. Þjálfunaraðferðir hans eru afar harkalegar enda gengur hann nánast í skrokk á leikmönnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×