Réttað yfir fimmmenningum vegna PIP-púða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. apríl 2013 13:50 Stefnendur skrá sig í ráðhúsinu í Marseille. Mynd/AP Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí. PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí.
PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03
Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29