Körfubolti

Kobe valinn bestur í síðustu viku sinni á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers og Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 8. til 14. apríl í NBA-deildinni í körfubolta, Bryant í Vesturdeildinni en Anthony í Austurdeildinni.

Þetta voru síðustu leikir Kobe Bryant í bili en hann sleit hásin í lok leiks á móti Golden State Warriors 13. apríl. Bryant skoraði 37 stig að meðaltali í þremur leikjum sínum í vikunni og bætti við 6,3 fráköstum, 5,0 stoðsendingum og 2,67 stolnum boltum að meðaltali í leik. Lakers vann alla þessa leiki sem og fyrsta leik liðsins án Bryant.

Carmelo Anthony var valinn bestur aðra vikuna í röð en hann var með 32,0 stig og 11,5 fráköst að meðaltali þegar New York liðið vann 3 af 4 leikjum sínum í vikunni. Anthony var meðal annars með 35 stig og 19 fráköst í 118-111 sigri á Chicago Bulls.

Aðrir sem komu til greina sem leikmenn vikunnar voru þeir Josh Smith hjá Atlanta Hawks, Deron Williams hjá Brooklyn Nets, Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks, Andre Drummond hjá Detroit Pistons, James Harden hjá Houston Rockets, Kevin Durant og Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder, DeMar DeRozan og Rudy Gay hjá Toronto Raptors og Al Jefferson hjá Utah Jazz.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×