Fótbolti

Berlusconi mun aldrei selja AC Milan

Barbara situr í stjórn félagsins.
Barbara situr í stjórn félagsins.
Barbara Berlusconi, dóttir Silvio Berlusconi, segir að faðir sinn muni aldrei selja AC Milan. Það verði áfram í eigu fjölskyldunnar.

Berlusconi keypti félagið árið 1986 og hann hefur engan áhuga á því að selja. Hann elskar félagið of mikið.

"Berlusconi-fjölskyldan mun aldrei selja félagið. Hún mun kannski fara í samstarf við aðra aðila en sala kemur ekki til greina," sagði Barbara.

Milan er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur verið talað um að Berlusconi geti misst félagið. Hann mun þó ekki gefast upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×