Píratar: Fyrsta verkefnið að berjast fyrir gegnsærri stjórnsýslu 24. apríl 2013 19:06 Hver eru stóru málin sem brenna á fólki í þínu kjördæmi?Atvinnumál, samgöngumál, heilbrigðismál, málefni eldri borgara og öryrkja, landbúnaðarmál og svo mætti lengi telja.Ef þið komist til valda, hvernig ætlið þið að breyta kvótakerfinu og hvernig ætlið þið að breyta veiðigjaldinu? Fiskveiðistjórnunarhlutinn af kvótakerfinu er góður en eignarhlutinn slæmur. Til að byrja með viljum við leyfa strandveiðar út að 20 sjómílum, þ.e. línuveiðar og handfæraveiðar og legg áherslu á að þau atvinnutækifæri sem liggja þar nýtist ekki eingöngu stærri fyrirtækjum heldur einnig einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Allur afli skal fara á markað til að gera viðskipti með sjávarútvegsafurðir heilbrigðari og bæta hag sjómanna og minni sjávarútvegsfyrirtækja. Allar upplýsingar af markaði s.s. tölfræði skulu vera gerðar opinberar. Ég tel endurskoða þurfi kvótaeignina en leiðir til að ná því fram þarf að rannsaka í samráði við sérfræðinga og aðra sem þekkja vel til. Allar breytingar á kvótaeign skulu vera gerðar opinberar. Fiskistofa skal halda úti og gefa út skrá um alla kvótaeign og leigu.Hver eru áherslumálin í samgöngum? Vandinn í samgöngukerfinu liggur að miklu leyti í þungaflutningabílum sem keyra eftir vegunum og eyðileggja þá. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn um slit flutningabíla á vegum, á þingskjali 949 frá 135. löggjafarþingi, kemur fram að ein ferð flutningabíls valdi sambærilegu sliti og 9.000 ferðir meðalfólksbíls. Efla ætti því strand- og sjósiglingar enn frekar og leitast við að nýta sjóleiðina til að flytja þær vörur sem ekki þarfnast hraðflutnings. Einnig er óeðlilegt að peningar sem eyrnamerktir eru vegagerðinni, svo sem skatttekjur af eldsneyti, fari ekki í að efla samgöngur heldur týnist inn í ríkisbákninu. Skynsamlegt getur verið að skoða forsendur fyrir því að leggja ódýrari vegi yfir fáfarnari slóðir og gera heiðursmannasamkomulag um að þungabílar fari ekki eftir þeim vegum svo þeir endist sem lengst. Sveitirnar sjálfar ættu að hafa meira um þessi mál að segja þar sem þær vita best hvar skóinn kreppir og hvað þarf að bæta fyrst.Teljið þið að næsta ríkisstjórn og alþingi eigi að grípa frammí fyrir borgarstjórninni í Reykjavík eða er þetta bara mál borgarstjórnar Reykjavíkur, að það verði ein flugbraut eftir 2016? Já, mér finnst ríkisstjórnin eigi að grípa inn í þetta mál. Það er mjög óeðlilegt að landsbyggðin fái ekki að hafa skoðun á máli eins og flugvellinum í Vatnsmýrinni þar sem hann gegnir gríðarlegu þjónustu- og öryggishlutverki fyrir landið allt. Það er með öllu óréttmætt að meta fjárhagslega hagsmuni borgarbúa fram yfir hagsmuni landsbyggðarinnar.Styður þú að háspennulínur verði styrktar og lagðar yfir t.d. Skagafjörð? Ég tel eðlilegt að sveitarfélögin sjálf taki ákvarðanir um slík mál enda vilja Píratar dreifstýringu umfram miðstýringu.Eruð þið á móti laxeldi í sjó? Nei, ekki ef það er gert á umhverfisvænan hátt og skapar atvinnu.Hvað ætlið þið að gera fyrir unga fólkið? Hvernig ætlið þið að fá það heim? Atvinnuleysi er vaxandi vandamál hjá þessum aldurshópi, ekki einungis hérlendis heldur einnig erlendis. Samkvæmt hagstofu eru það mest lítil og meðalstór fyrirtæki sem skila hagnaði inn í kerfið. Píratar vilja styrkja atvinnusköpun á eigin forsendum, sem hentar nærsamfélaginu og nýta þá tækifæri sem Internetið hefur að bjóða þegar það kemur að atvinnumöguleikum. Með fyrirtækjum sem nýta sér internetið er ekki einvörðungu um að ræða tæknistörf heldur einnig öll afleidd störf sem slíkum fyrirtækjum fylgir. Einnig er vert að nefna að fyrirtæki sem nýta sér internetið svo sem sala beint frá býli eða sala á heimagerðum lopapeysum myndi flokkast þar undir.Ef þið komist til valda, hvert verður fyrsta verkefnið? Berjast fyrir gegnsærri stjórnsýslu. Mín persónulegu áhersluatriði eru málefni eldri borgara, öryrkja og heilbrigðiskerfið í heild sinni.Hildur Sif Thorarensen, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Hver eru stóru málin sem brenna á fólki í þínu kjördæmi?Atvinnumál, samgöngumál, heilbrigðismál, málefni eldri borgara og öryrkja, landbúnaðarmál og svo mætti lengi telja.Ef þið komist til valda, hvernig ætlið þið að breyta kvótakerfinu og hvernig ætlið þið að breyta veiðigjaldinu? Fiskveiðistjórnunarhlutinn af kvótakerfinu er góður en eignarhlutinn slæmur. Til að byrja með viljum við leyfa strandveiðar út að 20 sjómílum, þ.e. línuveiðar og handfæraveiðar og legg áherslu á að þau atvinnutækifæri sem liggja þar nýtist ekki eingöngu stærri fyrirtækjum heldur einnig einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Allur afli skal fara á markað til að gera viðskipti með sjávarútvegsafurðir heilbrigðari og bæta hag sjómanna og minni sjávarútvegsfyrirtækja. Allar upplýsingar af markaði s.s. tölfræði skulu vera gerðar opinberar. Ég tel endurskoða þurfi kvótaeignina en leiðir til að ná því fram þarf að rannsaka í samráði við sérfræðinga og aðra sem þekkja vel til. Allar breytingar á kvótaeign skulu vera gerðar opinberar. Fiskistofa skal halda úti og gefa út skrá um alla kvótaeign og leigu.Hver eru áherslumálin í samgöngum? Vandinn í samgöngukerfinu liggur að miklu leyti í þungaflutningabílum sem keyra eftir vegunum og eyðileggja þá. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn um slit flutningabíla á vegum, á þingskjali 949 frá 135. löggjafarþingi, kemur fram að ein ferð flutningabíls valdi sambærilegu sliti og 9.000 ferðir meðalfólksbíls. Efla ætti því strand- og sjósiglingar enn frekar og leitast við að nýta sjóleiðina til að flytja þær vörur sem ekki þarfnast hraðflutnings. Einnig er óeðlilegt að peningar sem eyrnamerktir eru vegagerðinni, svo sem skatttekjur af eldsneyti, fari ekki í að efla samgöngur heldur týnist inn í ríkisbákninu. Skynsamlegt getur verið að skoða forsendur fyrir því að leggja ódýrari vegi yfir fáfarnari slóðir og gera heiðursmannasamkomulag um að þungabílar fari ekki eftir þeim vegum svo þeir endist sem lengst. Sveitirnar sjálfar ættu að hafa meira um þessi mál að segja þar sem þær vita best hvar skóinn kreppir og hvað þarf að bæta fyrst.Teljið þið að næsta ríkisstjórn og alþingi eigi að grípa frammí fyrir borgarstjórninni í Reykjavík eða er þetta bara mál borgarstjórnar Reykjavíkur, að það verði ein flugbraut eftir 2016? Já, mér finnst ríkisstjórnin eigi að grípa inn í þetta mál. Það er mjög óeðlilegt að landsbyggðin fái ekki að hafa skoðun á máli eins og flugvellinum í Vatnsmýrinni þar sem hann gegnir gríðarlegu þjónustu- og öryggishlutverki fyrir landið allt. Það er með öllu óréttmætt að meta fjárhagslega hagsmuni borgarbúa fram yfir hagsmuni landsbyggðarinnar.Styður þú að háspennulínur verði styrktar og lagðar yfir t.d. Skagafjörð? Ég tel eðlilegt að sveitarfélögin sjálf taki ákvarðanir um slík mál enda vilja Píratar dreifstýringu umfram miðstýringu.Eruð þið á móti laxeldi í sjó? Nei, ekki ef það er gert á umhverfisvænan hátt og skapar atvinnu.Hvað ætlið þið að gera fyrir unga fólkið? Hvernig ætlið þið að fá það heim? Atvinnuleysi er vaxandi vandamál hjá þessum aldurshópi, ekki einungis hérlendis heldur einnig erlendis. Samkvæmt hagstofu eru það mest lítil og meðalstór fyrirtæki sem skila hagnaði inn í kerfið. Píratar vilja styrkja atvinnusköpun á eigin forsendum, sem hentar nærsamfélaginu og nýta þá tækifæri sem Internetið hefur að bjóða þegar það kemur að atvinnumöguleikum. Með fyrirtækjum sem nýta sér internetið er ekki einvörðungu um að ræða tæknistörf heldur einnig öll afleidd störf sem slíkum fyrirtækjum fylgir. Einnig er vert að nefna að fyrirtæki sem nýta sér internetið svo sem sala beint frá býli eða sala á heimagerðum lopapeysum myndi flokkast þar undir.Ef þið komist til valda, hvert verður fyrsta verkefnið? Berjast fyrir gegnsærri stjórnsýslu. Mín persónulegu áhersluatriði eru málefni eldri borgara, öryrkja og heilbrigðiskerfið í heild sinni.Hildur Sif Thorarensen, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar