Körfubolti

Carmelo Anthony frábær í sigri Knicks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carmelo Anthony fagnar einu þriggja stiga skota sinna í kvöld.
Carmelo Anthony fagnar einu þriggja stiga skota sinna í kvöld. Nordicphotos/Getty
Carmelo Anthony fór á kostum þegar New York Knicks tók forystu gegn Boston Celtics með 85-78 sigri í Maddison Square Garden í New York í kvöld.

Anthony var ekki mikið fyrir að gefa boltann frekar en venjulega enda var kappinn sjóðandi heitur. Stigin urðu 36 áður en yfir lauk en Anthony var að hitta sérstaklega vel fyrir utan þriggja stiga línuna.

Leikurinn var jafn langt fram í fjórða leikhluta. Þá sigu heimamenn, sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið, fram úr gestunum og unnu sjö stiga sigur.

„Þetta var mikilvægur leikur. Við verðum að halda heimaleikjaréttinum. Við eigum leik númer tvö hérna líka og ætlum að vinna aftur,“ sagði Carmelo Anthony í leikslok.

Jeff Green skoraði mest fyrir Boston eða 26 stig en Paul Pierce skoraði 21 stig.

NBA

Tengdar fréttir

Getur einhver stöðvað þennan mann?

Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem ­skiptir máli: Getur einhver ­stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×