Fjölmenningin blómstrar á Íslandi Mikael Torfason skrifar 12. maí 2013 10:56 Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun