Handbolti

Aron valdi úrtakshóp fyrir landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán

20 manna úrtakshópur mun koma saman og æfa dagana 27. maí til 6. júní næstkomandi.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, valdi að langmestu leyti leikmenn með litla eða enga reynslu af A-landsliðinu. Stóra undantekningn er Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður GOG í Danmörku.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi ytra í undankeppni EM 2014 þann 12. júní og Rúmeníu í Laugardalshöllinni þann 16. júní.

Alls spiluðu sautján af leikmönnunum 20 í N1-deildinni síðastliðinn vetur en hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum

Björn Ingi Friðþjófsson, HK

Daníel Freyr Andrésson, FH

Aðrir leikmenn:

Atli Ævar Ingólfsson, SönderjyskE

Ásbjörn Stefánsson, FH

Bjarki Már Gunnarsson, HK

Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR

Einar Rafn Eiðsson, FH

Finnur Ingi Stefánsson, Val

Geir Guðmundsson, Akureyri

Gunnar Malmquist, Valur

Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ragnar Jóhannsson, FH

Róbert Aron Hostert, Fram

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Tandri Már Konráðsson, HK

Ægir Hrafn Jónsson, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×