Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Baldur Beck skrifar 2. júní 2013 22:45 Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. Það á ekki að koma neinum hrikalega á óvart að þetta fari í oddaleik. Indiana var þegar búið að vinna tvo leiki gegn Miami og bætti einum við í nótt með góðum 91-77 sigri á flotta heimavellinum sínum. Ekki kom það okkur neitt sérstaklega á óvart. Það sem kom okkur á óvart, var hinsvegar blóðlaus frammistaða Dwyane Wade og Chris Bosh. Enn eina ferðina. Meiðsli eiga þarna einhvern þátt, en okkur er alveg sama. Wade og Bosh eru í besta falli tálbeitur eins og þeir eru að spila núna - eru inni á vellinum til að draga athyglina frá LeBron James. James konungur hefur oft átt betri leik en í nótt, sem segir sína sögu um standardinn sem hann hefur sett fyrir sjálfan sig og þarf helst að toppa í hverjum leik. 98% af leikmönnum deildarinnar myndu gráta af gleði ef þeir næðu að skora 29 stig, hirða 7 fráköst og gefa sex stoðsendingar með um 50% hittni. Hjá James heitir þetta bara bleh leikur. James skaut 48% í nótt, en restin af liðinu 26%. Miami endaði með 36% skotnýtingu í leiknum, sem er það versta í allan vetur í deildakeppni eða úrslitakeppni. Ef þessar svokölluðu stórstjörnur í Miami verða að taka hausinn út úr ristlinum á sér og fara að spila eins og menn ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Spilamennskan sem þeir eru að sýna í undanförnum leikjum er grátleg. Chris Bosh er með sex stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum, þar sem hann hefur aðeins hitt úr fjórum af 21 skoti utan af velli. Viltu heyra annan? Hann nær ekki fjórum fráköstum að meðaltali í leik í einvíginu. Hann er 211 sentimetra hár og vegur um 110 kíló. Dwyane Wade hefur verið í svipuðu rugli. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr 11 af 34 skotum sínum (33%) og skilar innan við tólf stigum að meðaltali í leik. Þeir Bosh og Wade eru samanlagt með 35 milljónir dollara í árslaun. Bosh eilítið hærri laun en Wade - þau sömu og LeBron James upp á krónu - 2,15 milljarða króna á ári. Og hækkar í launum á næsta ári. Umtalsvert. Það getur vel verið að Wade sé að drepast í hnénu og Bosh sé aumur í ökklanum sem hann sneri um daginn - okkur er bara alveg sama. Svona spila meistarar ekki, enda er nákvæmlega enginn meistarabragur á Miami í síðustu þremur leikjum. Enginn. Þeir Wade og Bosh skoruðu aðeins 15 stig í sjötta leiknum í gær og það er það lægsta sem þeir hafa skorað samanlagt síðan Bosh (og LeBron James) gekk í raðir Miami. Eldra metið var 17 stig og það jöfnuðu þeir í þarsíðasta leik, svo það fer ekki fram hjá nokkrum manni að hér er eitthvað að. Eins og við höfum áður sagt, verður auðvitað að gefa varnarleik Indiana plús fyrir eitthvað af þessu, en hann einn og sér á ekki að geta eyðilagt leik Miami. Sólstrandargæjarnir skoruðu ekki nema fimm sinnum undir körfunni í leiknum og hafa aðeins einu sinni í vetur skorað færri körfur þar. Það var að sjálfssögðu á móti Indiana sem það gerðist, nánar tiltekið í janúar. Indiana spilaði ljómandi vel í sóknarleiknum í nótt með Paul George fremstan í flokki. Pilturinn skoraði 28 stig og hitti úr 11 af 19 skotum sínum annan leikinn í röð. Hann hirti auk þess 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Roy Hibbert vinur hans var líka frábær með 24 stig og 11 fráköst, en það er nokkurn veginn meðaltalið hans í einvíginu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Hibbert fer yfir 20 stig og er það í fyrsta skiptið í vetur sem hann nær því. Hann skoraði einu sinni 20 stig eða meira í fjórum leikjum í röð í haust, en þar fyrir utan voru bara einn og einn 20 stiga leikur á stangli hjá honum. Gott að spila á móti Miami. Nú er ljóst að við förum í hreinan úrslitaleik í þessu einvígi - leik sjö í Miami á mánudagskvöld. Ef tölfræðin er skoðuð, kemur í ljós að heimaliðið er með afgerandi betri árangur en útiliðið í þessari stöðu. Heimaliðið hefur unnið tæp 80% af öllum oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í sjö leikja seríum í NBA (89-112). Á hinn bóginn er reyndar ekki langt síðan útiliðið vann sigur í oddaleik, því Chicago lagði Brooklyn á útivelli í eina oddaleiknum sem verið hefur í úrslitakeppninni í ár. Miami hefur unnið þrjá af sex oddaleikjum sem það hefur tekið þátt í, en þar af fóru fimm þeirra fram á heimavelli liðsins. Síðasti sigur Miami í oddaleik kom gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra. Þessu er öfugt farið hjá Indiana, sem hefur unnið tvo en tapað þremur oddaleikjum og voru þeir allir á útivelli. Miðað verið frammistöðu liðsfélaga LeBron James í síðustu leikjum, mætti ætla að Miami þurfi á ofurmannlegu framlagi að halda frá honum á mánudagskvöldið. Hann hefur þrisvar sinnum farið í oddaleik á ferlinum, tapaði í tvígang með Cleveland á útivelli en vann áðurnefnt einvígi við Boston fyrir ári. James hefur skorað yfir 34 stig að meðaltali í leik í oddaleikjum á ferlinum og er það hæsta meðaltal í sögu deildarinnar ef miðað er við fleiri en einn leik spilaðan. Þetta voru nokkrir tölfræðimolar sem við fengum að láni frá ESPN. Þessar tölur skipta auðvitað ekki nokkru máli þegar komið er í leikinn sjálfan á mánudagskvöldið, en úrslitin í nótt þýða að það er komin upp alveg ný staða í einvíginu í okkar huga. Indiana getur unnið það. Guttarnir hjá Pacers hafa verið að elta allt einvígið, en nú eru þeir allt í einu búnir að ná meisturunum og þá blasir við að taka fram úr þeim. Það er erfitt en þægilegt að elta, en allt önnur ella að taka fram úr. Aðeins hugrakkir og skapfastir menn geta klárað svoleiðis - ekki síst á útivelli. Á pappírunum á Miami að vinna þennan oddaleik vandræðalítið og mun eflaust gera það, en þegar þú ert kominn í hreinan úrslitaleik, má ekkert klikka. Öll pressan í einvíginu er nú farin af Indiana og hleðst á Miami. Hugsið ykkur bara. Hvað í fjandanum ætlar Miami að gera ef svo ólíklega vildi til að LeBron James myndi nú eiga skítaleik á mánudaginn? Akkúrat - þeir væru (mök)! Við skulum þvi segja að allt geti gerst af því þetta er oddaleikur. Það er alltaf mjög spes andrúmsloft þá sjaldan að spilaðir eru hreinir úrslitaleikir í NBA deildinni. Nánast allir sem fylgjast eitthvað með spáðu Miami í úrslitin (eða lengra) en nú er sá möguleiki allt í einu kominn upp á borðið að það komist ekki í úrslit líkt og tvö síðustu ár. Hugsið ykkur hvað sögusviðið breytist gígantískt ef meistararnir detta út. Indiana og San Antonio í úrslitum? Það væri eins og Njarðvík-Skallagrímur - enginn LeBron og markaðsdeildin færi í þunglyndi. Út frá körfuboltasjónarmiðinu væri samt ekkert að því, þó hinn möguleikinn sé meira sexý. Það hefur aldrei gerst að lið hafi farið óverðskuldað í lokaúrslit. Menn þurfa að vinna fyrir því og guttarnir í Indiana eru búnir að vinna sér inn fyrir þessum séns. Nú er bara að sjá hvort þeir hafa pung í að taka hann. Þetta eru leikirnir sem við borgum fyrir að fá að sjá. Sagan skrifuð á staðnum.Baldur Beck lýsir NBA-leikjum á Stöð 2 Sport og heldur úti síðunni NBA Ísland. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. Það á ekki að koma neinum hrikalega á óvart að þetta fari í oddaleik. Indiana var þegar búið að vinna tvo leiki gegn Miami og bætti einum við í nótt með góðum 91-77 sigri á flotta heimavellinum sínum. Ekki kom það okkur neitt sérstaklega á óvart. Það sem kom okkur á óvart, var hinsvegar blóðlaus frammistaða Dwyane Wade og Chris Bosh. Enn eina ferðina. Meiðsli eiga þarna einhvern þátt, en okkur er alveg sama. Wade og Bosh eru í besta falli tálbeitur eins og þeir eru að spila núna - eru inni á vellinum til að draga athyglina frá LeBron James. James konungur hefur oft átt betri leik en í nótt, sem segir sína sögu um standardinn sem hann hefur sett fyrir sjálfan sig og þarf helst að toppa í hverjum leik. 98% af leikmönnum deildarinnar myndu gráta af gleði ef þeir næðu að skora 29 stig, hirða 7 fráköst og gefa sex stoðsendingar með um 50% hittni. Hjá James heitir þetta bara bleh leikur. James skaut 48% í nótt, en restin af liðinu 26%. Miami endaði með 36% skotnýtingu í leiknum, sem er það versta í allan vetur í deildakeppni eða úrslitakeppni. Ef þessar svokölluðu stórstjörnur í Miami verða að taka hausinn út úr ristlinum á sér og fara að spila eins og menn ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Spilamennskan sem þeir eru að sýna í undanförnum leikjum er grátleg. Chris Bosh er með sex stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum, þar sem hann hefur aðeins hitt úr fjórum af 21 skoti utan af velli. Viltu heyra annan? Hann nær ekki fjórum fráköstum að meðaltali í leik í einvíginu. Hann er 211 sentimetra hár og vegur um 110 kíló. Dwyane Wade hefur verið í svipuðu rugli. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr 11 af 34 skotum sínum (33%) og skilar innan við tólf stigum að meðaltali í leik. Þeir Bosh og Wade eru samanlagt með 35 milljónir dollara í árslaun. Bosh eilítið hærri laun en Wade - þau sömu og LeBron James upp á krónu - 2,15 milljarða króna á ári. Og hækkar í launum á næsta ári. Umtalsvert. Það getur vel verið að Wade sé að drepast í hnénu og Bosh sé aumur í ökklanum sem hann sneri um daginn - okkur er bara alveg sama. Svona spila meistarar ekki, enda er nákvæmlega enginn meistarabragur á Miami í síðustu þremur leikjum. Enginn. Þeir Wade og Bosh skoruðu aðeins 15 stig í sjötta leiknum í gær og það er það lægsta sem þeir hafa skorað samanlagt síðan Bosh (og LeBron James) gekk í raðir Miami. Eldra metið var 17 stig og það jöfnuðu þeir í þarsíðasta leik, svo það fer ekki fram hjá nokkrum manni að hér er eitthvað að. Eins og við höfum áður sagt, verður auðvitað að gefa varnarleik Indiana plús fyrir eitthvað af þessu, en hann einn og sér á ekki að geta eyðilagt leik Miami. Sólstrandargæjarnir skoruðu ekki nema fimm sinnum undir körfunni í leiknum og hafa aðeins einu sinni í vetur skorað færri körfur þar. Það var að sjálfssögðu á móti Indiana sem það gerðist, nánar tiltekið í janúar. Indiana spilaði ljómandi vel í sóknarleiknum í nótt með Paul George fremstan í flokki. Pilturinn skoraði 28 stig og hitti úr 11 af 19 skotum sínum annan leikinn í röð. Hann hirti auk þess 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Roy Hibbert vinur hans var líka frábær með 24 stig og 11 fráköst, en það er nokkurn veginn meðaltalið hans í einvíginu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Hibbert fer yfir 20 stig og er það í fyrsta skiptið í vetur sem hann nær því. Hann skoraði einu sinni 20 stig eða meira í fjórum leikjum í röð í haust, en þar fyrir utan voru bara einn og einn 20 stiga leikur á stangli hjá honum. Gott að spila á móti Miami. Nú er ljóst að við förum í hreinan úrslitaleik í þessu einvígi - leik sjö í Miami á mánudagskvöld. Ef tölfræðin er skoðuð, kemur í ljós að heimaliðið er með afgerandi betri árangur en útiliðið í þessari stöðu. Heimaliðið hefur unnið tæp 80% af öllum oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í sjö leikja seríum í NBA (89-112). Á hinn bóginn er reyndar ekki langt síðan útiliðið vann sigur í oddaleik, því Chicago lagði Brooklyn á útivelli í eina oddaleiknum sem verið hefur í úrslitakeppninni í ár. Miami hefur unnið þrjá af sex oddaleikjum sem það hefur tekið þátt í, en þar af fóru fimm þeirra fram á heimavelli liðsins. Síðasti sigur Miami í oddaleik kom gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra. Þessu er öfugt farið hjá Indiana, sem hefur unnið tvo en tapað þremur oddaleikjum og voru þeir allir á útivelli. Miðað verið frammistöðu liðsfélaga LeBron James í síðustu leikjum, mætti ætla að Miami þurfi á ofurmannlegu framlagi að halda frá honum á mánudagskvöldið. Hann hefur þrisvar sinnum farið í oddaleik á ferlinum, tapaði í tvígang með Cleveland á útivelli en vann áðurnefnt einvígi við Boston fyrir ári. James hefur skorað yfir 34 stig að meðaltali í leik í oddaleikjum á ferlinum og er það hæsta meðaltal í sögu deildarinnar ef miðað er við fleiri en einn leik spilaðan. Þetta voru nokkrir tölfræðimolar sem við fengum að láni frá ESPN. Þessar tölur skipta auðvitað ekki nokkru máli þegar komið er í leikinn sjálfan á mánudagskvöldið, en úrslitin í nótt þýða að það er komin upp alveg ný staða í einvíginu í okkar huga. Indiana getur unnið það. Guttarnir hjá Pacers hafa verið að elta allt einvígið, en nú eru þeir allt í einu búnir að ná meisturunum og þá blasir við að taka fram úr þeim. Það er erfitt en þægilegt að elta, en allt önnur ella að taka fram úr. Aðeins hugrakkir og skapfastir menn geta klárað svoleiðis - ekki síst á útivelli. Á pappírunum á Miami að vinna þennan oddaleik vandræðalítið og mun eflaust gera það, en þegar þú ert kominn í hreinan úrslitaleik, má ekkert klikka. Öll pressan í einvíginu er nú farin af Indiana og hleðst á Miami. Hugsið ykkur bara. Hvað í fjandanum ætlar Miami að gera ef svo ólíklega vildi til að LeBron James myndi nú eiga skítaleik á mánudaginn? Akkúrat - þeir væru (mök)! Við skulum þvi segja að allt geti gerst af því þetta er oddaleikur. Það er alltaf mjög spes andrúmsloft þá sjaldan að spilaðir eru hreinir úrslitaleikir í NBA deildinni. Nánast allir sem fylgjast eitthvað með spáðu Miami í úrslitin (eða lengra) en nú er sá möguleiki allt í einu kominn upp á borðið að það komist ekki í úrslit líkt og tvö síðustu ár. Hugsið ykkur hvað sögusviðið breytist gígantískt ef meistararnir detta út. Indiana og San Antonio í úrslitum? Það væri eins og Njarðvík-Skallagrímur - enginn LeBron og markaðsdeildin færi í þunglyndi. Út frá körfuboltasjónarmiðinu væri samt ekkert að því, þó hinn möguleikinn sé meira sexý. Það hefur aldrei gerst að lið hafi farið óverðskuldað í lokaúrslit. Menn þurfa að vinna fyrir því og guttarnir í Indiana eru búnir að vinna sér inn fyrir þessum séns. Nú er bara að sjá hvort þeir hafa pung í að taka hann. Þetta eru leikirnir sem við borgum fyrir að fá að sjá. Sagan skrifuð á staðnum.Baldur Beck lýsir NBA-leikjum á Stöð 2 Sport og heldur úti síðunni NBA Ísland.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum