Handbolti

Duvnjak til Kiel árið 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Duvnjak mun næsta sumar ganga til liðs við Kiel frá erkifjendunum og Evrópumeisturum Hamburg.

Duvnjak hefur verið í hópi bestu leikmanna Evrópu en þessi 25 ára leikstjórnandi og skytta kemur til með að keppa við Aron Pálmarsson um stöðu í liði Kiel.

„Við erum hæstánægðir með að hafa fengið einn besta leikmann heims í sinni stöðu til liðs við okkur. Hann mun spila stórt hlutverk í framtíðaráætlunum félagsins frá og með næsta ári,“ sagði Klaus Elwardt, framvæmdarstjóri Kiel, við þýska fjölmiðla.

Hamburg hefur þegar fundið eftirmann Duvnjak en Joan Canellas, leikmaður Atletico Madrid, mun ganga til liðs við félagið á næsta ári. Báðir hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Kiel vann tvöfalt í Þýskalandi í ár en tapaði svo fyrir Hamburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hamburg vann svo Barcelona í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×