Handbolti

Guðjón Valur skorað flest mörk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli

Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 50 mörk í fyrstu fimm leikjum undankeppni EM í Danmörku. Enginn hefur skorað fleiri mörk. Þetta kemur fram á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu gegn Hvít-Rússum í dag með sjö mörk. Það kom honum ágætlega að Shirhei Rutenka, stórskytta Hvít-Rússa, spilaði ekki í leiknum vegna meiðsla. Rutenka hefur nefnilega skorað næstflest mörk eða 45.

Þriðji er Chen Pomeranz frá Ísrael með 38 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×