Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 4. júlí 2013 11:29 KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira