Takk, stelpur Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. júlí 2013 16:15 Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar