Sport

Pistorius keppir ekki á HM fatlaðra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Oscar Pistorius verður ekki á meðal þátttakenda á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fara fram í Frakklandi um helgina.

Pistorius var fyrr á þessu ári ákærður fyrir að bana kærustu sinni á heimili þeirra. Hann segist þó vera saklaus þar sem að hann hafi talið hana vera innbrotsþjóf.

Mál hans verður formlega tekið fyrir í næsta mánuði en Pistorius, sem er hlaupari, hefur verið að æfa öðru hverju undanfarnar vikur og mánuði.

„Frjálsíþróttir eru hins vegar eins fjarri huga hans og mögulegt er þessa stundina,“ sagði Peet van Zyl, umboðsmaður hans, við fréttastofu BBC.

Pistorius varð fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að keppa á Ólympíuleikum þegar hann tók þátt í 400 m hlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Hann hefur unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíumótum fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×