Tvö ár frá voðaverkunum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2013 12:03 Anders Behring Breivik situr í fangelsi. Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum. 22. júlí 2011 er dagsetning sem aldrei verður afmáð úr norskri sögu. Atburðarrásin hófst með mikilli sprengingu við stjórnarbyggingar norsku ríkisstjórnarinnar, við bygginguna þar sem skrifstofur forsætisráðherra eru til húsa. Anders Behring Breivik hafði undirbúið hryðjuverk sitt vel og lengi. Hann ók bíl sem var hlaðinn heimatilbúinni sprengju upp að stjórnarbyggingunum og skömmu síðar sprakk sprengjan. Í fyrstu var ekki vitað um mannfall en ljóst að skemmdir á nálægum byggingum voru gífurlegar. Fljótlega kom í ljós að átta höfðu látið lífið í tilræðinu og fjöldi manns voru særðir. Í fyrstu voru alþjóðleg hryðjuverkasamtök grunuð um tilræðið en fljótlega kom annað í ljós. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Breivik, sem var klæddur eins og norskur sérsveitarmaður, hélt þegar af vettvangi glæpsins í Osló og ók að Útey, lítilli eyju í eigu norskra jafnaðarmanna, þar sem fram fór sumarmót ungra jafnaðarmanna. Hann fór yfir með ferju og sagðist vera sendur af lögreglunni vegna atburðanna í Osló til að gæta öryggis hundruð ungmenna sem þar voru. Fljótlega eftir komuna til eyjarinnar hóf hann kaldrifjuð og skipuleg morð sín. Hann fór inn í aðalhús eyjarinnar og gekk þar milli herbergja og skaut hvern þann sem varð á vegi hans. Síðan fór hann um eyjuna og hélt morðæði sínu áfram. Vitnisburður þeirra sem lifðu voðaverkin af sýnir að hann sýndi fólki enga miskun. Töluverður fjöldi ungmenna lagðist til sunds og reyndi að komast í land en Breivik skaut á þá sem voru í sjónum og sumir létu lífið á sundinu. Lögreglan var tiltölulega sein á vettvang og hefur verið viðurkennt að samskipti í stjórnstöð lögreglunnar voru ekki eins og þau hefðu átt að vera. Við rannsókn málsins kom í ljós að Breivik ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundland fyrrverandi forsætisráðherra sem var í Útey skömmu áður en hann kom þangað. Þá ætlaði hann reyndar líka að myrða Jens Stoltenber forsætisráðherra í sprengjutilræðinu í Osló og vonaðist til að fleiri ráðherrar jafnaðarmanna myndu falla. En rót glæpsins var hatur Breiviks á jafnaðarmönnum sem hann telur undirlátssama við fjölþjóðamenninguna.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira