Andstæðingar Blika sakaðir um hótanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 12:41 Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00