Fótbolti

Lagerback: Stærstu vonbrigðin að nýta færin ekki betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld.
Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld.
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum.

„Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins.

„Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars.

„Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars.

„Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars.

„Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars.

„Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×