Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2013 23:28 Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira
Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Sjá meira