Fótbolti

San Siro-stúkan verður tóm á næsta heimaleik Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Internazionale fagna marki sínu á móti Juve.
Leikmenn Internazionale fagna marki sínu á móti Juve. Mynd/AFP
Internazionale má ekki hafa neina áhorfendur í norðurstúkunni á næsta heimaleik liðsins í ítölsku deildinni sem verður á móti Fiorentina 26. september næstkomandi. Ítalska knattspyrnusambandið refsaði félaginu í dag fyrir hegðun stuðningsmanna þess á dögunum.

Stuðningsmenn Internazionale gerðu sig enn á ný seka um kynþáttarníð í 1-1 jafnteflisleik á móti Juventus um síðustu helgi en auk þess var lasergeisla beint að bæði leikmönnum Juve sem og dómaranum.

Internazionale fékk auk þess sekt upp á fimmtán þúsund evrur sem eru um 2,5 milljónir íslenskra króna.

46 þúsund manns mættu á leik Internazionale og Juventus á laugardaginn. Mauro Icardi kom Inter í 1-0 á 73. mínútu en Arturo Vidal janfaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Bæði liðin hafa sjö stig eftir þrjár umferðir en Napoli og Roma eru einu liðin með fullt hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×