Enski boltinn

Fjórtán eigendur NBA-liða meðal þeirra ríkustu í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Allen, eigandi Portland Trail Blazers og NFL-liðsins Seattle Seahawks.
Paul Allen, eigandi Portland Trail Blazers og NFL-liðsins Seattle Seahawks. Mynd/NordicPhotos/Getty
Forbes hefur gefið út listann yfir ríkustu Bandaríkjamennina og þar vekur athygli að fjórtán eigendur NBA-liða eru inn á topp 400 listanum en sá ríkasti er eigandi Portland Trail Blazers.

Paul Allen, eigandi Portland Trail Blazers og NFL-liðsins Seattle Seahawks, er í 26. sæti listans en eignir hans eru metnar á 15,8 milljarða dollara eða rúmlega 1924 milljarða íslenskra króna.

Richard DeVos, eigandi Orlando Magic, er í 60. sæti listans en eignir hans eru metnar á 6,8 milljarða dollara.

Stan Kroenke, eigandi Denver Nuggets og meirihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal, er síðan sá þriðji hæsti af eigendum NBA-liðanna en hann situr í 84. sæti listans.

Aðrir NBA-eigendur sem komast inn á topp 400 eru eftirtaldir: Micky Arison (Miami Heat), Dan Gilbert (Cleveland Cavaliers), Charles Dolan (New York Knicks), Tom Gores (Detroit Pistons), Mark Cuban (Dallas Mavericks), Josh Harris (Philadelphia 76ers), Robert Pera (Memphis Grizzlies), Herb Simon (Indiana Pacers), Donald Sterling (Los Angeles Clippers), Glen Taylor (Minnesota Timberwolves) og Tom Benson (New Orleans Pelicans).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×