Körfubolti

Chris Mullin er ennþá frábær skotmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Mullin.
Chris Mullin. Mynd/NordicPhotos/Getty
Chris Mullin er orðinn fimmtugur en hann sýndi leikmönnum Sacramento Kings á dögunum af hverju hann er talinn vera í hópi bestu skotmanna sem hafa spilað í NBA-deildinni í körfubolta.

Mullin reyndi sig þá í þriggja stiga skotkeppni með nokkrum leikmönnum Sacramento á æfingu liðsins í íþróttasal University of California og það er óhætt að segja að gamli karlinn hafi rústað henni. Mullin setti niður tólf fyrstu þriggja stiga skotin sín og endaði á því að nýta 14 af 15 skotum sínum.

Sá sem komst næstur honum var Jimmer Fredette (41,7 prósent þriggja stiga skytta á síðasta tímabili) sem nýtti 10 af 15 skotum sínum.

Chris Mullin lék í sextán ár í NBA-deildinni með Golden State Warriors og Indiana Pacers og skoraði 18,2 stig að meðaltali í 986 leikjum. Hann skoraði meðal annars 815 þriggja stiga körfur.

Það er hægt að sjá myndband af skotsýningu Chris Mullin hér fyrir neðan og það er ljóst að Mullin er, var og verður alltaf frábær skotmaður.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×