Handbolti

Heimir Óli með fimm mörk í sigri Guif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Óli Heimisson.
Heimir Óli Heimisson. Mynd/Heimasíða Guif
Kristján Andrésson og strákarnir hans í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.  Guif-liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum sem skilar liðinu í fjórða sætið tveimur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Guif var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10, og var átta mörkum yfir (21-13) þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Skövde skoraði þá 9 mörk gegn aðeins tveimur og náði að minnka muninn í eitt mark, 23-22. Guif hélt hinsvegar út og tryggði sér 24-22 sigur með því að skora úr síðustu sókninni.

Íslenski línumaðurinn Heimir Óli Heimisson skoraði fimm mörk í leiknum þar af fjögur þeirra í fyrri hálfleiknum. Haukur Andrésson, bróðir þjálfarans, náði ekki að skora en átti þrjár stoðsendingar þar af tvær þeirra inn á línuna á Heimi. Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson spilar einnig með Guif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×