Fótbolti

Moa reyndi að leika á blaðamann

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Mohammed Abdellaoue, til hægri, fagnar síðasta sigri Norðmanna á Íslandi.
Mohammed Abdellaoue, til hægri, fagnar síðasta sigri Norðmanna á Íslandi. Mynd/AFP
Mohammed Abdellaoue, framherji norska landsliðsins, er mikill grallari ef marka má viðbrögð hans þegar blaðamaður Vísis óskaði eftir að ná af honum tali á blaðamannafundi liðsins í Osló í dag.

Að loknum fyrirspurnatíma með þjálfara norska liðsins, Per-Mathias Högmo, vatt blaðamaður sér upp að þremur leikmönnum norska liðsins. Þóttist hann kannast við fyrrnefndan Moa og spurði hvort svo væri ekki örugglega.

Framherjinn benti í fyrstu á félaga sinn sem stóð við hlið sér. „Nei, ég er ekki Moa. Þetta er hann,“ sagði Moa en strax var greinilegt að sá var ekki umræddur framherji. Þá benti Moa út í sal og sagði hann vera leikmann sem var nýkominn inn í salinn. Félagar hans flissuðu.

Áfram hélt Moa þar til blaðamaður spurði hversu mikill hluti af því sem hann hefði sagt sér væri algjör lygi. „Allt saman,“ sagði Moa og hló. Hann setti sig þvínæst í alvarlegri stellingar og veitti blaðamanni viðtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×