Handbolti

Naumur sigur hjá strákunum hans Geir í EHF-bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Sveinsson talar við sína stráka.
Geir Sveinsson talar við sína stráka. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenski þjálfarinn Geir Sveinsson, stýrði austurríska liðinu Bregenz Handball til eins marks sigur á slóvenska liðinu RK Maribor Branik, 26-25, í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

Hægri skyttan Lucas Mayer var markahæstur með níu mörk en Litháinn Povilas Babarskas skoraði fimm mörk. Bregenz var 12-13 undir í hálfleik en náði að landa sigri í seinni hálfleiknum.

Maribor Branik fór alla leið í átta liða úrslit EHF-bikarsins í fyrra og sló þá meðal annars út HK-inga í 2. umferðinni. Það er því ólíklegt að þetta eitt mark í veganesti dugi lærisveinum Geirs í seinni leiknum um næstu helgi.

Þetta var samt þriðji Evrópusigur Bregenz í röð því liðið vann báða leiki sína í 1. umferðinni á móti KH Prishtina frá Kosóvó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×