Handbolti

Danir og Þjóðverjar halda HM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hans Ottar Lindberg er lykilmaður í danska landsliðinu.
Hans Ottar Lindberg er lykilmaður í danska landsliðinu. Nordicphotos/Getty
Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins ákvað á fundi sínum í morgun að heimsmeistaramótið árið 2019 færi fram í Danmörku og Þýskalandi.

Valið stóð á milli Dana og Þjóðverjar eða sameiginlegs boðs Ungverja og Slóvaka. Danir munu einnig halda HM kvenna árið 2015 og Þjóðverjar HM kvenna tveimur árum síðar.

Undanúrslitin verða leikin í Þýskalandi en úrslitaleikirnir í Danmörku. Öðrum leikjum á fyrri stigum keppninnar verður skipt á milli landanna tveggja.

Þetta verður í fyrsta skipti sem HM karla fer fram í tveimur löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×