Handbolti

Aron valdi 18 manna æfingahóp landsliðsins - fimm forfallaðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Steinn Steinþórsson.
Árni Steinn Steinþórsson. Mynd/Daníel
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir æfingaviku og leiki í Austurríki dagana 28 til 3. nóvember næstkomandi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Fimm leikmenn urðu að segja sig út úr verkefninu vegna meiðsla eða persónulegra ástæðna.

Íslenska landsliðið mun koma saman í Linz, mánudaginn 28.október og æfa saman fram á föstudag þar sem fyrri vináttuleikur Íslands og Austurríkis fer fram klukkan 19.20. Síðari leikur liðanna fer svo fram daginn eftir á saman tíma.

Nokkuð er um forföll í íslenska liðið að þessu sinni en 4 leikmenn eru frá vegna meiðsla. Það eru Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum.

Nýliðarnir í hópnum að þessu sinni eru Haukamaðurinn Árni Steinn Steinþórsson og Róbert Aron Hostert hjá ÍBV.  Árni Steinn er örvhent skytta en Róbert Aron er vinstri skytta eða leikstjórnandi.

Hópurinn lítur þannig út:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, St. Raphael

Árni Steinn Steinþórsson, Haukar

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Róbert Aron Hostert, ÍBV

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, TWD Minden

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×