Körfubolti

Dwyane Wade fór mikinn í sigri á Clippers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dwyane Wade
Dwyane Wade nordicphotos/getty
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna góðan sigur Miami Heat á LA Clippers, 102-97, en leikurinn fór fram í Miami í nótt.

Dwyane Wade var frábær í liði Miami Heat en hann gerði 29 stig og gaf sjö stoðsendingar.

*

LeBron James var með 18 stig hjá heimamönnum en í liði Clippers var það Blake Griffin sem var atkvæðamestur með 27 stig.

LA Lakers vann Houston Rockets með minnstum mun, 99-98, en leikurinn fór fram í Houston. Dwight Howard, fyrrum leikmaður LA Lakers, mætti sínum fyrrum félögum í gær en hann lék með Lakers á síðasta tímabili.

Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum hafði Houston Rockets tveggja stiga forskot, 98-96, en Steve Blake, leikmaður LA Lakers, setti niður þriggja stiga skot og kom gestunum einu stigi yfir og þar við sat.

James Harden var frábær í liði Rockets og skoraði 35 stig. Jodie Meeks var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 18 stig.

Þá vann Denver Nuggets sigur á Atlanta Hawks, 109-107, en Atlanta Hawks hefur nú tapað sex fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×