Fótbolti

Roma náði ekki ellefta sigrinum í röð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Strootman fagnar marki sínu í kvöld.
Strootman fagnar marki sínu í kvöld. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Roma varð að sætta sig 1-1 jafntefli við Torino á útivelli í kvöld. Roma hafði unnið tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu og sett með því met. Roma var 1-0 yfir í hálfleik.

Kevin Strootman kom Roma yfir á 28. mínútu eftir mikla yfirburði gestanna en þá gaf liðið eftir og einhver værukærð gerði vart við sig.

Torino fékk góð færi áður en Alessio Cerci jafnaði metin á 63. mínútu.

Það var eins og Roma félli niður á hælana við að komast yfir en liðið blés til stórsóknar eftir að Torino jafnaði. Þrátt fyrir margar sóknir tókst Roma ekki að finna sigurmarkið sem leikmenn liðsins þráðu og fyrstu töpuðu stig tímabilsins hjá liðinu staðreynd.

Roma er engu að síður á toppi deildarinnar. Liðið er með 31 stig, þremur stigum meira en Napoli og Juventus.

Torino er í 11. sæti með 12 stig líkt og Milan, Parma og Livorno.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×