Kvikmyndaleikstjórinn Hannes Þór í viðtali hjá Sports Illustrated Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 15:57 Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP „Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
„Hannes Þór Halldórsson er fótboltamarkvörður. Hann er einnig kvikmyndaleikstjóri." Svona byrjar greinin um íslenska landsliðsmarkvörðinn á heimasíðu bandaríska blaðsins Sports Illustrated sem er eitt það þekktasta í heimi. Sports Illustrated segir Hannes dæmi um fegurðina við undankeppni HM þar sem atvinnumenn mæta áhugamönnum og alla dreymir um að upplifa það að spila á HM í fótbolta. Hannes verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld á móti Króatíu á hinum ógnvænlega Maksimir-leikvangi eins og blaðamaður Sports Illustrated orðar það. Viðtalið við Hannes í Sports Illustrated snýst þó að mestu um að gera grein fyrir aðalstarfi hans sem er að leikstýra og búa til stuttmyndir, auglýsingar, myndbönd og kvikmyndir. „Ég myndi segja að aðalstarfið mitt sé kvikmyndagerð og þar afla ég stærsta hluta af tekna minna en ég reyni samt að láta þetta passa allt saman. Það er krefjandi starf að vera kvikmyndagerðamaður og svo fer ég á æfingar eftir vinnu," segir Hannes í viðtalinu. Hannes segir sig hafa dreymt um það að ná langt á báðum sviðum en hann gerði síðan fyrstu stuttmynd þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Í greininni kemur einnig fram að Hannes hafi leikstýrt myndbandinu við framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2012 og að hann hafi gert auglýsingu með íslenska landsliðinu í aðalhlutverki. Það er hægt að sjá myndbandið við lag Grétu Salóme og Jónsa hér fyrir neðan sem og auglýsingu Icelandair með íslenska fótboltalandsliðunum. Hannes er að vinna að fyrstu stóru kvikmyndinni sinni. „Hún er búin að vera lengi í bígerð og ég er enn að þróa handritið. Það er draumur minn að gera eina stóra kvikmynd áður en ég hætti í fótboltanum," sagði Hannes sem ætlar að gera eins ákveðna kvikmynd áður en skórnir og hanskarnir fara upp á hillu. „Ég ætla að gera hryllingsmynd. Ekki mynd um uppvakninga heldur meira yfirnáttúrlega drauga-spennumynd sem gerist á afskertum stað á Íslandi," segir Hannes en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira