Handbolti

Ekki gaman að spila fyrir Wilbek

Anja í leik með félagsliði sínu á árum áður.
Anja í leik með félagsliði sínu á árum áður.
Ein besta handknattleikskona sögunnar, Anja Andersen, ber landsliðsþjálfara Dana, Ulrik Wilbek, ekki vel söguna en hann þjálfaði áður kvennalandslið Dana.

"Ég var með tvo þjálfara á mínum ferli. Annar var frá Noregi og svo var það landsliðsþjálfarinn. Ég hlakkaði alltaf til að spila fyrir norska þjálfarann en því var ekki að heilsa með landsliðinu," sagði Andersen á TV2 þar sem hún er að lýsa HM kvenna.

"Það var alltaf verið að einblína á það sem var slæmt. Ég var því alltaf á nálum þegar ég var með landsliðinu. Ég var í raun aldrei hamingjusöm er ég spilaði með landsliðinu. Það var alltaf eitthvað rifrildi í gangi.

"Mitt samband við þjálfarann var ekki gott og þar af leiðandi naut ég þess ekki að spila fyrir landsliðið. Það var erfitt að elska leikinn svona mikið en njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×