Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 18:24 mynd/365 „Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals. WikiLeaks Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
„Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals.
WikiLeaks Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira