Handbolti

Riðlarnir klárir í EHF-bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fjögur Íslendingalið voru í pottinum þegar dregið var í riðlakeppni EHF-bikarkeppninnar í handbolta.

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, er í D-riðli ásamt rúmenska liðinu Constanta, Chambery frá Frakklandi og Sporta Hlohovec frá Slóvakíu.

Fyrr í vikunni var greint frá því að úrslitahelgin, svokallað Final Four, fari fram í Berlín í vor og eiga því Dagur og lærisveinar hans möguleika á að tryggja sér titilinn á heimavelli.

Hannover-Burgdorf, lið Rúnars Kárasonar, er í A-riðli en Nantes frá Frakklandi, lið Gunnars Steins Jónssonar, og Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í C-riðli. Ólafur Guðmundsson leikur með sænska liðinu.

Sextán liðum var skipt í fjóra riðla en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í fjórðungsúrslitin.

Füchse Berlin á reyndar möguleika á að sleppa við 8-liða úrslitin og fara beint í undanúrslitin ef liðið vinnur sinn riðil eða er ekki með verstan árangur þeirra liða sem enda í öðru sæti riðlanna. Gestgjafarnir þurfa aðeins að spila í 8-liða úrslitum ef viðkomandi lið er með verstan árangur þeirra liða.

A-riðill:

Hannover-Burgdorf (ÞÝS)

Real Ademar Leon (SPÁ)

Lugi HF (SVÍ)

Csuirgoi KK (UNG)

B-riðill:

Montpellier (FRA)

Skjern (DAN)

HC Zomimak-M (MAK)

Sporting CP (POR)

C-riðill:

Pick Szeged (HUN)

Tatran Presov (SVK)

Nantes (FRA)

Kristianstad (SVÍ)

D-riðill:

Füchse Berlin (ÞÝS)

HCM Constanta (RÚM)

Chambery Savoie (FRA)

Sporta Hlohovec (SVK)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×