Aron Kristjánsson hefur tilkynnt 21 manns æfingahóp fyrir Evrópumótið í Danmörku í janúar. Alexander Petersson verður ekki með.
Landsliðsþjálfarinn staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi fyrir stundu. Alexander hefur ekki náð sér fullkomlega góðum eftir að hafa gengist undir uppskurð síðastliðið sumar vegna axlarmeiðsla. Hann var ekki heldur með á HM á Spáni í janúar vegna axlarmeiðsla sinna.
Ljóst er að fjarvera Alexanders er mikil blóðtaka fyrir liðið enda er sá örvhenti öflugur í vörn sem sókn.
Daníel Freyr Ágústsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ernir Hrafn Arnarson, Gunnar Steinn Jónsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Atli Ævar Ingólfsson auk Alexanders detta út úr 28 manna hópnum sem tilkynntur var á dögunum.
Landsliðshópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St. Raphael
Aron Pálmarsson, Kiel
Árni Steinn Steinþórsson, Haukar
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Bjarki Már Elísson, Eisenach
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt
Ólafur Gústafsson, Flensburg
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, TWD Minden
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Alexander gefur ekki kost á sér

Tengdar fréttir

Sárnaði umræðan
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum.