Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Hamar 64-53 | Haukar í þriðja sæti yfir jólin Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 13. desember 2013 19:45 Haukakonur unnu 11 stiga sigur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í kvöld, 64-53. Heimaliðið reyndist sterkara í lokin en Hamar var einu stigi yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur þessara liða fyrir jólafrí. Haukar eru með 18 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og Snæfelli sem mætast á morgun. Hamar er í fjórða sæti með 12 stig en getur dottið niður í fimmta sætið eftir leikina á morgun.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Ætla að hætta þessari neikvæðni "Ég er ánægður með sigurinn og fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru nokkuð góðar. En við klárum leikinn mjög illa og ég er mjög ósáttur við það," sagði Bjarni eftir leikinn. "Mér fannst vanta meiri grimmd í að klára leikinn undir lokin, við eigum ekki að leyfa okkur svona vitleysu í desember. Þetta þarf ég að fara yfir með stelpunum." "En stigin eru góð... ég ætla að hætta þessari neikvæðni. Við erum komin í jólafrí og erum á góðum stað í þriðja sæti. Það hefur verið stígandi í þessu og við erum á góðum stað eftir erfiða byrjun. Nú kemur smá frí en svo æfum við vel milli jóla og nýárs, svo byrja lætin í janúar. Við eigum fullt af leikjum í byrjun og það verður gaman."Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars: Lele Hardy komst upp með of mikið"Þetta er hundfúlt. Við komum ekki tilbúnar í þetta. Það er eitthvað vanmat í gangi, ég veit ekki af hverju við ættum að vera að vanmeta Haukana. Við vorum of mikið að pæla í að Lele Hardy væri eitthvað veik," sagði Hallgrímur. "Við héldum að við gætum labbað yfir eitt sterkasta lið landsins. Við gerum það ekki þegar við komum bara á öðrum fætinum. Haukaliðið kom mér ekkert á óvart. Þetta er vel skipað og vel þjálfað lið. " "Lele Hardy spilaði einhverjar 26 mínútur og fékk að hoppa yfir bakið á okkur hægri vinstri til að ná í sóknarfráköst. Það var bara einu sinni dæmd villa á hana. Ég er mjög ósáttur við það. Það er leiðinlegt þegar leikmenn fá svona mikla virðingu frá dómurunum."Haukar-Hamar 64-53 (13-11, 12-15, 22-15, 17-12) Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Lele Hardy 12/25 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/5 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3. Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/10 fráköst, Di'Amber Johnson 16/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór AðalsteinssonLeiklýsing: Haukar - Hamar | TölfræðiLEIK LOKIÐ | 64-53 Viðtöl koma inn rétt á eftir. Fjórði leikhluti | Staðan er 62-53 Níu stiga munur þegar 1:26 er eftir og Hamar með boltann. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-49 3 mín eftir. Smá kæruleysi hljóp í heimastúlkur og Hamar skoraði tvær körfur með stuttu millibili. Bjarni þjálfari Hauka tók leikhlé og messaði aðeins yfir sínu liði. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-45 Dagbjört Samúelsdóttir að setja niður þriggja stiga körfu þegar 3:30 er eftir. Haukar með öll spil á hendi... Fjórði leikhluti | Staðan er 57-44 Haukaliðið virðist með ágætis tök á þessu núna. Hefur einfaldlega verið talsvert ákveðnara í seinni hálfleiknum og breiddin meiri. Hamarsliðið þarf að gera betur. 5 og hálf mínúta eftir. Fjórði leikhluti |Staðan er 54-42 Hin stórefnilega Sylvía Rún Hálfdánardóttir að skora glæsilega þriggja stiga körfu og setti svo tvö til viðbótar stuttu síðar, ansi mikilvægt fyrir Hauka sem ná tólf stiga forystu. Sylvía með 12 stig hingað til. Þriðja leikhluta lokið | Staðan er 47-41 Enn er allt í járnum og það stefnir í hörkuspennu í síðasta fjórðungnum. Margrét Rósa með 15 stig fyrir Hauka en Fanney Guðmunds með 17 stig fyrir gestina. Þriðji leikhluti | Staðan er 42-34 Það hefur fjölgað hægt og bítandi í húsinu. Stuðningsmenn Hauka láta í sér heyra en hljóðlátara er yfir þeim tíu stuðningsmönnum Hamars sem mættir eru. Þriðji leikhluti | Staðan er 37-28 Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði 6 stig fyrstu tvo leikhlutana en byrjar seinni hálfleikinn af frábærum krafti, er komin með 12 stig alls. Þriðji leikhluti | Staðan er 35-26 Frábær byrjun Haukastúlkna í seinni hálfleik. Greinilegt að hálfleiksræðan hefur peppað þær vel. 10-0 kafli hér í upphafi seinni hálfleiksins. Stigahæstar í hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er með 6 stig fyrir Hauka og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 5 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir og DiAmber Johnson hafa að mestu séð um hlutina hjá Hamri, Fanney með 10 stig og Johnson 7 stig. Öðrum leikhluta lokið | Staðan er 25-26 Hamar fékk tvö vítaköst í lok hálfleiksins sem bæði fóru niður. Við skoðum stigahæstu leikmenn eftir smá.Annar leikhluti | Staðan er 20-20 Með góðum kafla hafa gestirnir frá Hveragerði náð að jafna leikinn. Fyrsta leikhluta lokið | Staðan er 13-11 Leikurinn er í járnum enda munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Fimm leikmenn heimakvenna eru komnir á blað en þrír hjá Hvergerðingum.Fyrir leik: Lele Hardy er klár í slaginn með Haukunum í dag. Sú bandaríska fékk mikla krampa í tapleik Hauka gegn Snæfelli á dögunum. Hafið Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á orði að hann hefði aldrei séð annað eins. Fyrir leik: Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið deilir reyndar toppsætinu með liði Snæfells. Heimakonur í Haukum eru fjórum stigum á eftir Suðurnesjakonum en geta minnkað bilið í tvö stig með sigri í kvöld. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Hamars lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Haukakonur unnu 11 stiga sigur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í kvöld, 64-53. Heimaliðið reyndist sterkara í lokin en Hamar var einu stigi yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur þessara liða fyrir jólafrí. Haukar eru með 18 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og Snæfelli sem mætast á morgun. Hamar er í fjórða sæti með 12 stig en getur dottið niður í fimmta sætið eftir leikina á morgun.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Ætla að hætta þessari neikvæðni "Ég er ánægður með sigurinn og fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru nokkuð góðar. En við klárum leikinn mjög illa og ég er mjög ósáttur við það," sagði Bjarni eftir leikinn. "Mér fannst vanta meiri grimmd í að klára leikinn undir lokin, við eigum ekki að leyfa okkur svona vitleysu í desember. Þetta þarf ég að fara yfir með stelpunum." "En stigin eru góð... ég ætla að hætta þessari neikvæðni. Við erum komin í jólafrí og erum á góðum stað í þriðja sæti. Það hefur verið stígandi í þessu og við erum á góðum stað eftir erfiða byrjun. Nú kemur smá frí en svo æfum við vel milli jóla og nýárs, svo byrja lætin í janúar. Við eigum fullt af leikjum í byrjun og það verður gaman."Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars: Lele Hardy komst upp með of mikið"Þetta er hundfúlt. Við komum ekki tilbúnar í þetta. Það er eitthvað vanmat í gangi, ég veit ekki af hverju við ættum að vera að vanmeta Haukana. Við vorum of mikið að pæla í að Lele Hardy væri eitthvað veik," sagði Hallgrímur. "Við héldum að við gætum labbað yfir eitt sterkasta lið landsins. Við gerum það ekki þegar við komum bara á öðrum fætinum. Haukaliðið kom mér ekkert á óvart. Þetta er vel skipað og vel þjálfað lið. " "Lele Hardy spilaði einhverjar 26 mínútur og fékk að hoppa yfir bakið á okkur hægri vinstri til að ná í sóknarfráköst. Það var bara einu sinni dæmd villa á hana. Ég er mjög ósáttur við það. Það er leiðinlegt þegar leikmenn fá svona mikla virðingu frá dómurunum."Haukar-Hamar 64-53 (13-11, 12-15, 22-15, 17-12) Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Lele Hardy 12/25 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/5 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3. Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/10 fráköst, Di'Amber Johnson 16/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór AðalsteinssonLeiklýsing: Haukar - Hamar | TölfræðiLEIK LOKIÐ | 64-53 Viðtöl koma inn rétt á eftir. Fjórði leikhluti | Staðan er 62-53 Níu stiga munur þegar 1:26 er eftir og Hamar með boltann. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-49 3 mín eftir. Smá kæruleysi hljóp í heimastúlkur og Hamar skoraði tvær körfur með stuttu millibili. Bjarni þjálfari Hauka tók leikhlé og messaði aðeins yfir sínu liði. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-45 Dagbjört Samúelsdóttir að setja niður þriggja stiga körfu þegar 3:30 er eftir. Haukar með öll spil á hendi... Fjórði leikhluti | Staðan er 57-44 Haukaliðið virðist með ágætis tök á þessu núna. Hefur einfaldlega verið talsvert ákveðnara í seinni hálfleiknum og breiddin meiri. Hamarsliðið þarf að gera betur. 5 og hálf mínúta eftir. Fjórði leikhluti |Staðan er 54-42 Hin stórefnilega Sylvía Rún Hálfdánardóttir að skora glæsilega þriggja stiga körfu og setti svo tvö til viðbótar stuttu síðar, ansi mikilvægt fyrir Hauka sem ná tólf stiga forystu. Sylvía með 12 stig hingað til. Þriðja leikhluta lokið | Staðan er 47-41 Enn er allt í járnum og það stefnir í hörkuspennu í síðasta fjórðungnum. Margrét Rósa með 15 stig fyrir Hauka en Fanney Guðmunds með 17 stig fyrir gestina. Þriðji leikhluti | Staðan er 42-34 Það hefur fjölgað hægt og bítandi í húsinu. Stuðningsmenn Hauka láta í sér heyra en hljóðlátara er yfir þeim tíu stuðningsmönnum Hamars sem mættir eru. Þriðji leikhluti | Staðan er 37-28 Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði 6 stig fyrstu tvo leikhlutana en byrjar seinni hálfleikinn af frábærum krafti, er komin með 12 stig alls. Þriðji leikhluti | Staðan er 35-26 Frábær byrjun Haukastúlkna í seinni hálfleik. Greinilegt að hálfleiksræðan hefur peppað þær vel. 10-0 kafli hér í upphafi seinni hálfleiksins. Stigahæstar í hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er með 6 stig fyrir Hauka og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 5 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir og DiAmber Johnson hafa að mestu séð um hlutina hjá Hamri, Fanney með 10 stig og Johnson 7 stig. Öðrum leikhluta lokið | Staðan er 25-26 Hamar fékk tvö vítaköst í lok hálfleiksins sem bæði fóru niður. Við skoðum stigahæstu leikmenn eftir smá.Annar leikhluti | Staðan er 20-20 Með góðum kafla hafa gestirnir frá Hveragerði náð að jafna leikinn. Fyrsta leikhluta lokið | Staðan er 13-11 Leikurinn er í járnum enda munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Fimm leikmenn heimakvenna eru komnir á blað en þrír hjá Hvergerðingum.Fyrir leik: Lele Hardy er klár í slaginn með Haukunum í dag. Sú bandaríska fékk mikla krampa í tapleik Hauka gegn Snæfelli á dögunum. Hafið Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á orði að hann hefði aldrei séð annað eins. Fyrir leik: Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið deilir reyndar toppsætinu með liði Snæfells. Heimakonur í Haukum eru fjórum stigum á eftir Suðurnesjakonum en geta minnkað bilið í tvö stig með sigri í kvöld. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Hamars lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira