Bjarki Már: Væri leiðinlegt að komast inn vegna meiðsla Guðjóns Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 15:00 mynd/stefán „Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira