Fótbolti

Gylfi tíundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn íþróttamaður ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Gylfi Þór Sigurðsson var í gærkvöldi kosinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum Íþróttafréttamanna og er þetta í tíunda sinn sem knattspyrnumaður hlýtur þennan mikla heiður.

Sex knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona hafa staðið í sömu sporum og Gylfi en þeir Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa báðir verið kosnir tvisvar sinnum.

Gylfi er jafnframt þriðji yngsti knattspyrnumaðurinn til að hljóta þessa útnefningu en aðeins Ásgeir Sigurvinsson (19 ára, 1974) og Margrét Lára Viðarsdóttir (21 árs, 2007) voru yngri þegar þau voru kosin Íþróttamaður ársins.

Knattspyrnufólk sem Íþróttamaður ársins:

1973 - Guðni Kjartansson, Keflavík

1974 - Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege

1975 - Jóhannes Eðvaldsson, Glasgow Celtic

1984 - Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart

1987 - Arnór Guðjohnsen, Anderlecht

2004 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea

2005 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea

2007 - Margrét Lára Viðarsdóttir, Val

2011 - Heiðar Helguson, Queens Park Rangers

2013 - Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham

Knattspyrnufólk sem Íþróttamaður ársins (eftir aldri):

19 ára - Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege (1974)

21 árs - Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (2007)

24 ára - Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham (2013)

25 ára - Jóhannes Eðvaldsson, Glasgow Celtic (1975)

26 ára - Arnór Guðjohnsen, Anderlecht (1987)

26 ára - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea (2004)

27 ára - Guðni Kjartansson, Keflavík (1973)

27 ára - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea (2005)

29 ára - Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart (1984)

34 ára - Heiðar Helguson, Queens Park Rangers (2011)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×