Körfubolti

Áætlun Miami Heat gekk ekki upp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
LeBron James skoraði 33 stig en tognaði á nára í tapi Miami Heat gegn Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum í nótt.

Meistararnir hvíldu þrjá lykilmenn í leiknum og stefndi Miami á að nærvera LeBron yrði nóg til að landa sigrinum. Gestirnir frá Flórída leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta og tíu stigum í hálfleik. Heimamenn náðu að jafna áður en yfir lauk og þurfti að framlengja leikinn. Þar höfðu heimamenn með DeMarcus Cousins í broddi fylkingar betur.

„Mér líður ekkert alltof vel núna,“ sagði LeBron í leikslok bæði ósáttur með tapið og aðeins áhyggjufullur vegna meiðsla sinna. Lokatölur urðu 108-103 fyrir Sacramento.

Hér að neðan má sjá glæsilega troðslu LeBron úr leiknum í nótt.

Úrslit næturinnar

Charlotte Bobcats 85-89 Oklahoma City Thunder

Orlando Magic 109-92 Detroit Pistons

Brooklyn Nets 104-93 Milwaukee Bucks

New York Knicks 83-95 Toronto Raptors

Minnesota Timberwolves 120-98 Washington Wizards

New Orleans Pelicans 105-89 Denver Nuggets

Utah Jazz 105-103 Los Angeles Clippers

Sacramento Kings 108-103 Miami Heat

Golden State Warriors 115-86 Phoenix Suns

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×