Körfubolti

D'Antoni biðst afsökunar á gagnrýni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mike D'Antoni ræðir við Wesley Johnson
Mike D'Antoni ræðir við Wesley Johnson Mynd/Gettyimages
Mike D'Antoni, þjálfari Los Angeles Lakers baðst afsökunar á harðorðum ummælum um aðdáendur liðsins. Ummæli D'Antoni komu eftir tap gegn Phoenix Suns, fyrrum liði D'Antoni.

D'Antoni sagði í viðtalinu að ef aðdáendur Lakers gætu ekki horft upp á núverandi árangur ættu þeir einfaldlega að skipta um lið.

„Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var pirraður eftir leikinn. Við spiluðum illa í leik sem við gátum unnið. Ég gerði mistök og sagði eitthvað sem ég hefði ekki átt að segja,"

Þrátt fyrir brösugt gengi undanfarið var D'Antoni nokkuð bjartsýnn. Margir af leikmönnum liðsins hafa glímt við meiðsli á tímabilinu og hefur liðið verið án Kobe Bryant, Steve Nash, Steve Blake og Jordan Farmar undanfarið.

„Við erum lið sem þurfum að spila yfir getu þessa daganna vegna meiðsla. Við eigum í erfiðleikum og þurfum að fá sem flesta til baka. Við þurfum alla okkar leikmenn til að ná okkar markmiðum. Við þurfum að byrja að vinna leiki sama hvernig þeir sigrar koma," sagði D'Antoni. 



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×