Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Á síðustu þremur áratugum hafa þjóðarsöfn í Evrópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breytinga. Hnattræn áhrif, tilkoma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðarsafna sem hefur þýtt endurskilgreiningu á hlutverki þeirra og niðurskurð í fjármunum. Nýverið lauk samevrópsku rannsóknarverkefni sem kallast EuNaMus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endurskilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikilvægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hugmyndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niðurstöðum, þar sem spurt er spurninga á borð við; hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishugmyndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir, og ekki síst, hver er reynsla gesta af þjóðarsöfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins. Það sem hefur einkennt EuNaMus-verkefnið er tilraun til þess að horfa á Evrópu í víðu samhengi. Fræðimenn hafa því einbeitt sér að því að skoða lönd utan Evrópusambandsins, eins og Ísland, og dregið fram einkenni og áherslur sem er mikilvægt að hafa til hliðsjónar við endurmat á hlutverkum þjóðarsafna. Forsvarsmaður verkefnisins, Peter Aronsson, prófessor við háskólann í Lundi, hefur haldið því fram að best sé að kalla þjóðarsöfn menningarlegar stjórnarskrár, þar sem þau eru efnislegar birtingarmyndir á þjóðarhugmyndinni á hverjum tíma. Menningarleg stjórnarskrá er þar með nokkuð flóknara viðfangsefni en pólitískar stjórnarskrár, þar sem verið er að semja slíkan sáttmála á mun lengri tíma, með mun fleiri fulltrúum, og með öðrum aðferðum. Dæmi um slík ferli væru Þýska þjóðminjasafnið í Nürnberg (stofnað 1850) og Þjóðminjasafn Íslands (stofnað 1863), en bæði söfnin hafa starfað þennan tíma við breytilegar pólitískar aðstæður. Á þeim tíma sem stofnanirnar hafa starfað hefur hins vegar ríkt óumdeilt samkomulag um að þær eru með einhverjum hætti fulltrúar fyrir gildi sem kenna má við þjóðirnar. Um miðjan desember síðastliðinn var haldinn lokafundur rannsóknaverkefnisins í Búdapest, en þar voru settar fram átta fullyrðingar sem verkefnisstjórar telja að sé mikilvægt fyrir stjórnmálamenn, embættismenn, stjórnendur og starfsmenn safna, og almenning, að leiða hugann að þegar kemur að framtíðarskipan mála þjóðarsafna.Sjálfstæðar stofnanir Þjóðarsöfn verða að vera stofnanir sem eru sjálfstæðar í sköpun sinni. Ef hægt er að tala um einkenni þjóðarsafna þá er það að þau taka breytingum. Breytingarnar eiga sér stað í tengslum við pólitískar hræringar innan þjóðríkja, á milli þeirra og ekki síst í tengslum þeirra við fyrrum nýlendur. Lýðfræðilegar breytingar í formi vinnuafls eða aukinnar ferðaþjónustu, aukning á tilfinningu um mikilvægi trúarbragða, hnattvæðing og kreppuáhrif, allt hefur þetta áhrif á þjóðarsöfn. Þau svara breytingunum hvert með sínum hætti og er ekki hægt að segja að til sé ein ákveðin lausn á því hvernig söfn takast á við eða eigi að takast á við þessi atriði. Þjóðarsöfn eru rekin af almannafé sem pólitískir valdhafar skammta þeim. En til þess að þjóðarsöfn hafi traust almennings, er mikilvægt að þau hafi og sýni sjálfstæði sitt frá valdhöfum hverju sinni. Að öðrum kosti er hætta á að almenningur missi trúna á söfn sem þátttakendur í mótun framtíðarinnar. Að mati EuNaMus-hópsins er eftirtektarverðustu þjóðarsöfnunum í fortíð og samtíð stjórnað af fagfólki sem hefur framtíðarsýn sem byggist á mikilvægi tengslamyndunar við hugmyndir um sköpun, tengsl kynslóða og samband safna við alþjóðlegt samfélag. Þjóðarsöfn verða að vera skilningsrík og opinská gagnvart því sem þau taka sér fyrir hendur. Flest þjóðarsöfn í Evrópu fela þá þekkingarmyndun sem á sér stað innan safnanna, sem og framsetningu hennar á sýningum sínum. Þetta byggir á vantrú safna á því að sköpunarferli þekkingar eigi erindi við gesti og notendur þeirra. Feluleikurinn á sér einnig rætur í því að söfn og safnmenn byggja vald sitt á því að sveipa stofnanirnar og störfin innan þeirra hulu. En sé hulunni svipt af telja menn að verið sé að grafa undan stofnanalegu og faglegu valdi. Þrátt fyrir þetta einkenni á þjóðarsöfnum, eru söfn eins og í Svíþjóð, sem hafa tekið skref í þá átt að svipta þessum leyndarhjúpi af þekkingarframleiðslu safna og hefur árangurinn verið mjög góður. Þjóðarsöfn verða að yfirvinna þjóðernislegar hindranir. EuNaMus-hópurinn stóð fyrir viðamikilli skoðanakönnun á hugmyndum gesta safna um þessar stofnanir. Eitt af því sem flestir voru sammála um var að þjóðarsöfn væru lykilstofnanir í því að sýna fram á þjóðgildi. Mörgum þjóðarsöfnum, s.s. í Austur-Evrópu, hefur hins vegar mistekist á þessu sviði, að sýna fram á hvernig gömul þjóðgildi eiga sér nýjan búning. Gamlar hugmyndir um þjóðgildi eru því hafðar í forgrunni, í stað þess að takast á við samtímalegar áskoranir sem hafa breytt eða ógnað eldri gildum.Byggja brýr Þjóðarsöfn verða að þróa og deila verkfærum sínum til að byggja brýr. Þjóðarsöfn geta gegnt stóru hlutverki í því að takast á við breytingar og átök af margvíslegu tagi og um leið miðlað af reynslu sinni í því að tengja saman ólíkar fylkingar. Söfn geta einnig tekið þátt í slíkum ferlum, án þess að vera hrædd um að stöðu þeirra sé ógnað sem samfélagslegar stofnanir. Með því að skoða hvernig þjóðarsöfn starfa og reyna að hafa áhrif á gesti sína geta þau orðið til þess að auka skilning á því hvernig tilteknar frásagnir eru búnar til og ná ákveðinni stöðu innan samfélagsins. Fjölmargar fyrirmyndir eru til að slíku starfi en þar hafa þjóðarsöfn á Írlandi kannski farið fremst í flokki á undanförnum árum, en þau hafa þurft að fást við djúpstæð pólitísk átök sem grundvallast meðal annars á ólíkum trúarbrögðum. Þjóðarsöfn verða að endurskoða áhrif sín á viðhorf til ríkisborgara. Þjóðarsöfnum er hætt við að gera einkenni fólks sem mynda ákveðna þjóð að eðliskostum þeirra. Þessum eðliskostum hefur síðan verið beitt í hugmyndafræðilegum tilgangi til að taka ákveðna þekkingu, hópa, lífsmynstur og sögu fram yfir aðra kosti. Afleiðingin hefur verið sú að horft er á fólk og hópa eins og innflytjendur, fólk með skerðingar og félagslega hópa á borð við konur og trúarhópa með þeim hætti að áhrifa gætir á stöðu þeirra innan þjóða. Innan þjóðarsafna hafa eðliskostirnir því útilokað frásagnir þessara hópa og þar með ýtt undir mismunun í samfélaginu. Það er mikilvægt að skoða þessi mál alvarlega, þar sem niðurstöður gestakannana á vegum EuNaMus sýna að þeir sem heimsækja þjóðarsöfn í Evrópulöndunum eru í yfirgnæfandi meirihluta fólk með mikla menntun. Þjóðarsöfn eru þar með ekki að ná jafn vel til hópa sem hafa minni menntun og innflytjenda svo dæmi séu tekin. Þessi staða getur ýtt undir óbreytt ástand á mismunun.Nýir gestir Þjóðarsöfn verða að ná til nýrra gesta. Milljónir gesta heimsækja þjóðarsöfn víða um Evrópu á ári hverju og gegna mörg þeirra mikilvægu hlutverki í þjónustu við vaxandi ferðamannastraum. Þessi staða opnar þjóðarsöfnum nýja möguleika á að tengjast gestum sínum. En á sama tíma búa ekki öll þjóðarsöfn við sömu aðstæður og eru þar með ekki virkir þátttakendur í því að takast á við breytingar. Nokkur ríki í Evrópu hafa lagt sig fram um að breyta þessu ójafnvægi með því að dreifa kröftum þjóðarsafna á fleiri staði og opna útibú. Önnur ríki hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að nota safnkost þjóðarsafna með lánum til annarra safna, sem eru innan landfræðilegra marka ríkisins, eða lagt áherslu á gerð sýninga sem ferðast milli landsvæða. Svæðissöfn og staðbundin söfn búa yfir miklum möguleikum á að búa til alþjóðlegar brýr. Þjóðarsöfn eru að sjálfsögðu ekki einu söfnin sem gefa mynd af þjóðinni. Svæðissöfn og staðbundin söfn leika stórt hlutverk í því að búa til myndina af þjóðinni en á sama tíma eru þau einnig mikilvæg sem mótvægi við áherslur og frásagnir sem finna má á þjóðarsöfnum. Með nýrri tækni og samgöngubótum hafa opnast meiri möguleikar á því að svæðissöfn og staðbundin söfn tengist öðrum söfnum en þeim sem eru innan landfræðilegra marka þjóðríkisins sem þau tilheyra. Samvinna safna út fyrir landfræðileg mörk getur aukið faglegt starf safna, bætt þjónustu sem boðið er upp á og ekki síst komið í veg fyrir einsleitni í starfsemi. Þjóðarsöfn geta verið vettvangur til umræðna um skoðanaágreining. Þjóðarsöfn geta leikið stórt hlutverk í því að vera vettvangur fyrir nýjar hugmyndir um þjóðina og tengsl þeirra. Söfnin geta efnt til opinnar umræðu um einingu, mismun, átök, ógnanir og vonir sem miða að því að þjóðin nái fram stöðugleika og breytingum. Að mati EuNaMus-hópsins hafa þjóðarsöfn ekki verið nægilega dugleg við að nýta sér og þar með þróa þessa möguleika í starfsemi sinni. Fyrirmyndirnar eru hins vegar til staðar og má þar nefna Þýska þjóðarsafnið í Berlín, sem tekist hefur á við sameiningarmál þjóðverja eftir fall Berlínarmúrsins og nú síðast vaxandi spurningar um hvaða þýðingu Evrópusambandið hefur fyrir hugmyndir Þjóðverja um sig sem sérstaka þjóð, borgaralegar skyldur þeirra og réttindi. Af þessari grófu yfirferð má sjá hvernig þjóðarsöfn hafa gegnt og gegna enn mikilvægu hlutverki fyrir þjóðir Evrópu. Forsvarsmenn EuNaMus-verkefnisins hafa hins vegar sagt að nú þegar þremur árum hefur verið eytt í að skoða þjóðarsöfn megi ekki gleyma því að koma þekkingunni á framfæri. Helstu markhóparnir fyrir þekkingu EuNaMus-verkefnisins, fyrir utan fræðimenn, eru yfirvöld, faglegir stjórnendur safna og almenningur. Vonandi hafa Íslendingar tækifæri til að kynna sér rannsóknina og íhuga vel þær fullyrðingar sem reifaðar eru hér að framan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur áratugum hafa þjóðarsöfn í Evrópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breytinga. Hnattræn áhrif, tilkoma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðarsafna sem hefur þýtt endurskilgreiningu á hlutverki þeirra og niðurskurð í fjármunum. Nýverið lauk samevrópsku rannsóknarverkefni sem kallast EuNaMus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endurskilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikilvægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hugmyndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niðurstöðum, þar sem spurt er spurninga á borð við; hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishugmyndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir, og ekki síst, hver er reynsla gesta af þjóðarsöfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins. Það sem hefur einkennt EuNaMus-verkefnið er tilraun til þess að horfa á Evrópu í víðu samhengi. Fræðimenn hafa því einbeitt sér að því að skoða lönd utan Evrópusambandsins, eins og Ísland, og dregið fram einkenni og áherslur sem er mikilvægt að hafa til hliðsjónar við endurmat á hlutverkum þjóðarsafna. Forsvarsmaður verkefnisins, Peter Aronsson, prófessor við háskólann í Lundi, hefur haldið því fram að best sé að kalla þjóðarsöfn menningarlegar stjórnarskrár, þar sem þau eru efnislegar birtingarmyndir á þjóðarhugmyndinni á hverjum tíma. Menningarleg stjórnarskrá er þar með nokkuð flóknara viðfangsefni en pólitískar stjórnarskrár, þar sem verið er að semja slíkan sáttmála á mun lengri tíma, með mun fleiri fulltrúum, og með öðrum aðferðum. Dæmi um slík ferli væru Þýska þjóðminjasafnið í Nürnberg (stofnað 1850) og Þjóðminjasafn Íslands (stofnað 1863), en bæði söfnin hafa starfað þennan tíma við breytilegar pólitískar aðstæður. Á þeim tíma sem stofnanirnar hafa starfað hefur hins vegar ríkt óumdeilt samkomulag um að þær eru með einhverjum hætti fulltrúar fyrir gildi sem kenna má við þjóðirnar. Um miðjan desember síðastliðinn var haldinn lokafundur rannsóknaverkefnisins í Búdapest, en þar voru settar fram átta fullyrðingar sem verkefnisstjórar telja að sé mikilvægt fyrir stjórnmálamenn, embættismenn, stjórnendur og starfsmenn safna, og almenning, að leiða hugann að þegar kemur að framtíðarskipan mála þjóðarsafna.Sjálfstæðar stofnanir Þjóðarsöfn verða að vera stofnanir sem eru sjálfstæðar í sköpun sinni. Ef hægt er að tala um einkenni þjóðarsafna þá er það að þau taka breytingum. Breytingarnar eiga sér stað í tengslum við pólitískar hræringar innan þjóðríkja, á milli þeirra og ekki síst í tengslum þeirra við fyrrum nýlendur. Lýðfræðilegar breytingar í formi vinnuafls eða aukinnar ferðaþjónustu, aukning á tilfinningu um mikilvægi trúarbragða, hnattvæðing og kreppuáhrif, allt hefur þetta áhrif á þjóðarsöfn. Þau svara breytingunum hvert með sínum hætti og er ekki hægt að segja að til sé ein ákveðin lausn á því hvernig söfn takast á við eða eigi að takast á við þessi atriði. Þjóðarsöfn eru rekin af almannafé sem pólitískir valdhafar skammta þeim. En til þess að þjóðarsöfn hafi traust almennings, er mikilvægt að þau hafi og sýni sjálfstæði sitt frá valdhöfum hverju sinni. Að öðrum kosti er hætta á að almenningur missi trúna á söfn sem þátttakendur í mótun framtíðarinnar. Að mati EuNaMus-hópsins er eftirtektarverðustu þjóðarsöfnunum í fortíð og samtíð stjórnað af fagfólki sem hefur framtíðarsýn sem byggist á mikilvægi tengslamyndunar við hugmyndir um sköpun, tengsl kynslóða og samband safna við alþjóðlegt samfélag. Þjóðarsöfn verða að vera skilningsrík og opinská gagnvart því sem þau taka sér fyrir hendur. Flest þjóðarsöfn í Evrópu fela þá þekkingarmyndun sem á sér stað innan safnanna, sem og framsetningu hennar á sýningum sínum. Þetta byggir á vantrú safna á því að sköpunarferli þekkingar eigi erindi við gesti og notendur þeirra. Feluleikurinn á sér einnig rætur í því að söfn og safnmenn byggja vald sitt á því að sveipa stofnanirnar og störfin innan þeirra hulu. En sé hulunni svipt af telja menn að verið sé að grafa undan stofnanalegu og faglegu valdi. Þrátt fyrir þetta einkenni á þjóðarsöfnum, eru söfn eins og í Svíþjóð, sem hafa tekið skref í þá átt að svipta þessum leyndarhjúpi af þekkingarframleiðslu safna og hefur árangurinn verið mjög góður. Þjóðarsöfn verða að yfirvinna þjóðernislegar hindranir. EuNaMus-hópurinn stóð fyrir viðamikilli skoðanakönnun á hugmyndum gesta safna um þessar stofnanir. Eitt af því sem flestir voru sammála um var að þjóðarsöfn væru lykilstofnanir í því að sýna fram á þjóðgildi. Mörgum þjóðarsöfnum, s.s. í Austur-Evrópu, hefur hins vegar mistekist á þessu sviði, að sýna fram á hvernig gömul þjóðgildi eiga sér nýjan búning. Gamlar hugmyndir um þjóðgildi eru því hafðar í forgrunni, í stað þess að takast á við samtímalegar áskoranir sem hafa breytt eða ógnað eldri gildum.Byggja brýr Þjóðarsöfn verða að þróa og deila verkfærum sínum til að byggja brýr. Þjóðarsöfn geta gegnt stóru hlutverki í því að takast á við breytingar og átök af margvíslegu tagi og um leið miðlað af reynslu sinni í því að tengja saman ólíkar fylkingar. Söfn geta einnig tekið þátt í slíkum ferlum, án þess að vera hrædd um að stöðu þeirra sé ógnað sem samfélagslegar stofnanir. Með því að skoða hvernig þjóðarsöfn starfa og reyna að hafa áhrif á gesti sína geta þau orðið til þess að auka skilning á því hvernig tilteknar frásagnir eru búnar til og ná ákveðinni stöðu innan samfélagsins. Fjölmargar fyrirmyndir eru til að slíku starfi en þar hafa þjóðarsöfn á Írlandi kannski farið fremst í flokki á undanförnum árum, en þau hafa þurft að fást við djúpstæð pólitísk átök sem grundvallast meðal annars á ólíkum trúarbrögðum. Þjóðarsöfn verða að endurskoða áhrif sín á viðhorf til ríkisborgara. Þjóðarsöfnum er hætt við að gera einkenni fólks sem mynda ákveðna þjóð að eðliskostum þeirra. Þessum eðliskostum hefur síðan verið beitt í hugmyndafræðilegum tilgangi til að taka ákveðna þekkingu, hópa, lífsmynstur og sögu fram yfir aðra kosti. Afleiðingin hefur verið sú að horft er á fólk og hópa eins og innflytjendur, fólk með skerðingar og félagslega hópa á borð við konur og trúarhópa með þeim hætti að áhrifa gætir á stöðu þeirra innan þjóða. Innan þjóðarsafna hafa eðliskostirnir því útilokað frásagnir þessara hópa og þar með ýtt undir mismunun í samfélaginu. Það er mikilvægt að skoða þessi mál alvarlega, þar sem niðurstöður gestakannana á vegum EuNaMus sýna að þeir sem heimsækja þjóðarsöfn í Evrópulöndunum eru í yfirgnæfandi meirihluta fólk með mikla menntun. Þjóðarsöfn eru þar með ekki að ná jafn vel til hópa sem hafa minni menntun og innflytjenda svo dæmi séu tekin. Þessi staða getur ýtt undir óbreytt ástand á mismunun.Nýir gestir Þjóðarsöfn verða að ná til nýrra gesta. Milljónir gesta heimsækja þjóðarsöfn víða um Evrópu á ári hverju og gegna mörg þeirra mikilvægu hlutverki í þjónustu við vaxandi ferðamannastraum. Þessi staða opnar þjóðarsöfnum nýja möguleika á að tengjast gestum sínum. En á sama tíma búa ekki öll þjóðarsöfn við sömu aðstæður og eru þar með ekki virkir þátttakendur í því að takast á við breytingar. Nokkur ríki í Evrópu hafa lagt sig fram um að breyta þessu ójafnvægi með því að dreifa kröftum þjóðarsafna á fleiri staði og opna útibú. Önnur ríki hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að nota safnkost þjóðarsafna með lánum til annarra safna, sem eru innan landfræðilegra marka ríkisins, eða lagt áherslu á gerð sýninga sem ferðast milli landsvæða. Svæðissöfn og staðbundin söfn búa yfir miklum möguleikum á að búa til alþjóðlegar brýr. Þjóðarsöfn eru að sjálfsögðu ekki einu söfnin sem gefa mynd af þjóðinni. Svæðissöfn og staðbundin söfn leika stórt hlutverk í því að búa til myndina af þjóðinni en á sama tíma eru þau einnig mikilvæg sem mótvægi við áherslur og frásagnir sem finna má á þjóðarsöfnum. Með nýrri tækni og samgöngubótum hafa opnast meiri möguleikar á því að svæðissöfn og staðbundin söfn tengist öðrum söfnum en þeim sem eru innan landfræðilegra marka þjóðríkisins sem þau tilheyra. Samvinna safna út fyrir landfræðileg mörk getur aukið faglegt starf safna, bætt þjónustu sem boðið er upp á og ekki síst komið í veg fyrir einsleitni í starfsemi. Þjóðarsöfn geta verið vettvangur til umræðna um skoðanaágreining. Þjóðarsöfn geta leikið stórt hlutverk í því að vera vettvangur fyrir nýjar hugmyndir um þjóðina og tengsl þeirra. Söfnin geta efnt til opinnar umræðu um einingu, mismun, átök, ógnanir og vonir sem miða að því að þjóðin nái fram stöðugleika og breytingum. Að mati EuNaMus-hópsins hafa þjóðarsöfn ekki verið nægilega dugleg við að nýta sér og þar með þróa þessa möguleika í starfsemi sinni. Fyrirmyndirnar eru hins vegar til staðar og má þar nefna Þýska þjóðarsafnið í Berlín, sem tekist hefur á við sameiningarmál þjóðverja eftir fall Berlínarmúrsins og nú síðast vaxandi spurningar um hvaða þýðingu Evrópusambandið hefur fyrir hugmyndir Þjóðverja um sig sem sérstaka þjóð, borgaralegar skyldur þeirra og réttindi. Af þessari grófu yfirferð má sjá hvernig þjóðarsöfn hafa gegnt og gegna enn mikilvægu hlutverki fyrir þjóðir Evrópu. Forsvarsmenn EuNaMus-verkefnisins hafa hins vegar sagt að nú þegar þremur árum hefur verið eytt í að skoða þjóðarsöfn megi ekki gleyma því að koma þekkingunni á framfæri. Helstu markhóparnir fyrir þekkingu EuNaMus-verkefnisins, fyrir utan fræðimenn, eru yfirvöld, faglegir stjórnendur safna og almenningur. Vonandi hafa Íslendingar tækifæri til að kynna sér rannsóknina og íhuga vel þær fullyrðingar sem reifaðar eru hér að framan.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar