Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun