Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun