Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar