Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun