Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun