Hetjur kastljóssins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 „Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“ Yvette Cloete, barnalækni frá Newport í Bretlandi, var heldur betur brugðið þegar hún kom heim úr vinnunni dag einn í ágúst árið 2000. Á útidyrahurð hennar hafði verið spreyjað stórum stöfum orðið „paedo“ eða barnaníðingur. Nokkrum vikum fyrr hafði dagblaðið News of the World hafið „krossferð“ gegn barnaníðingum og meðal annars birt opinberlega nöfn og heimilisföng 49 dæmdra brotamanna. Almenningi var heitt í hamsi, svo heitt að einhverjir nágrannar Yvette rugluðust á enska orðinu „paedophile“, sem þýðir barnaníðingur, og orðinu „paediatrician“, sem þýðir barnalæknir.Pottur brotinn Flestir voru vafalaust slegnir óhug sem fylgdust með umfjöllun Kastljóss síðustu viku um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson og hálfrar aldar brotaferil hans. Glæpirnir gerast ekki mikið hrottalegri, meira mannskemmandi, en slík misnotkun á börnum og unglingum. Mál Karls Vignis minnir um margt á mál þjóðþekkts skemmtikrafts í Bretlandi sem kom upp í október á síðasta ári og hefur verið í deiglunni þar í landi síðan. Jimmy Savile lést árið 2011, 84 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir störf í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann starfaði meðal annars við dagskrárgerð fyrir börn og unglinga. Tæpu ári eftir að hann lést bárust fréttir af meintum kynferðisafbrotum hans gegn börnum. Í kjölfarið var sem flóðgátt brysti. Lögreglu bárust hundruð tilkynninga um meinta misnotkun Saviles á börnum sem virtist, eins og í tilfelli Karls Vignis, hafa komist upp með athæfið í meira en hálfa öld. Síðastliðinn föstudag var gefin út skýrsla um málið sem unnin var af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum. Rannsókn á kynferðisbrotum Jimmys Savile hefur leitt í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að því að taka á kynferðisbrotum gegn börnum í Bretlandi. Að sama skapi hefur umfjöllun Kastljóss svipt hulunni af sambærilegri brotalöm hér á landi.Varlega í sakirnar Ærandi þögn virðist vera gegnumgangandi þema þegar kemur að brotum bæði Saviles og Karls Vignis. Það voru margir sem vissu en flestir þögðu. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss var Karl Vignir rekinn úr starfi að minnsta kosti fjórum sinnum þegar grunur lék á að hann misnotaði ungmenni á vinnustaðnum. Enginn yfirmanna hans virðist hins vegar hafa haft samband við lögreglu. Þau fórnarlamba hans sem hugðust leita réttar síns komu síðan að lokuðum dyrum í réttarkerfinu því brotin voru í flestum tilfellum fyrnd. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson hefur ríkisstjórnin sett saman samráðshóp sem vinna á að bættum viðbrögðum og eftirfylgni vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Því ber að fagna. Formaður hópsins, Ágúst Ólafur Ágústsson, barðist fyrir því er hann sat á þingi fyrir nokkrum árum að kynferðisbrot gegn börnum yrðu gerð ófyrnanleg. Var samþykkt árið 2007 að slíkt skyldi ná til hinna alvarlegri brota. Lögin eru auðvitað ekki afturvirk en í framtíðinni ætti ekki að vera hægt að vísa fórnarlömbum barnaníðinga frá með þeim orðum að of langt sé liðið síðan brotið var á þeim. Mikilvægt er þó við þá vinnu sem er fram undan að farið sé varlega í sakirnar og málið unnið af yfirvegun. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur nokkuð borið á umræðu um opinbera gagnagrunna sem til eru í Bandaríkjunum og hafa að geyma nöfn og heimilisföng barnaníðinga og vangaveltum um hvort slíkt kerfi henti á Íslandi. Áður en breska dagblaðið News of the World birti opinberlega lista yfir dæmda barnaníðinga sem varð til þess að barnalæknirinn Yvette Cloete var sökuð um það á útidyrahurðinni sinni að vera „paedo“ grátbáðu forsvarsmenn bresku lögreglunnar blaðið um að gera það ekki. Í Bretlandi er dæmdum kynferðisglæpamönnum skylt að skrá sig hjá lögreglu í þar til gerðan gagnagrunn. Gagnagrunnurinn er hins vegar ekki opinber eins og í Bandaríkjunum. Breska lögreglan var þeirrar skoðunar að uppátækið stefndi börnum í hættu því með því að gera upplýsingar um barnaníðinga opinberar væru meiri líkur á að þeir reyndu að fara huldu höfði í samfélaginu, skiptu um nafn og heimilisfang svo engin leið yrði að fylgjast með þeim. Opinber gagnagrunnur um barnaníðinga getur auk þess ýtt undir múgæsing sem erfitt er að sjá að sé fórnarlömbum slíkra ofbeldismanna til gagns. Í síðustu viku sagði Hrönn Sveinsdóttir, kvikmyndastjóri Bíó Paradísar, frá því hvernig hún hefði á unglingsárum sínum gengið í skrokk á Karli Vigni ásamt vini eftir að þau hittu eitt af fórnarlömbum hans á djamminu. Heift unglinganna er skiljanleg. Hins vegar má efast um að nokkur hafi verið bættari eftir barsmíðarnar.Þagnarmúrinn hruninn Hægt er að grípa til ýmissa aðgerða til að reyna að vernda börn gegn níðingum eins og Jimmy Savile og Karli Vigni – hve árangursríkar þær eru er erfitt að segja til um fyrir fram. Engin þeirra mun þó komast í hálfkvisti við gagnsemi þess mikilsverða framtaks sem fórnarlömb Karls Vignis sýndu er þau stigu fram í kastljósið og sögðu sögu sína. Frásögnum þeirra fylgir sú krafa að á börn sé hlustað, að þau séu tekin trúanleg; þeim fylgir hvatning til annarra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi að greina frá því og leggja fram kæru gegn gerandanum sé þess kostur. Í Bretlandi hefur tilkynningum um kynferðismisnotkun á börnum snarfjölgað eftir að upp komst um Jimmy Savile. Ekki er ólíklegt að þróunin verði með sama móti hér á landi í kjölfar umræðunnar um Karl Vigni. Þagnarmúrinn er hruninn. Nú er það okkar, samfélagsins alls, að tryggja að hann rísi ekki á nýjan leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“ Yvette Cloete, barnalækni frá Newport í Bretlandi, var heldur betur brugðið þegar hún kom heim úr vinnunni dag einn í ágúst árið 2000. Á útidyrahurð hennar hafði verið spreyjað stórum stöfum orðið „paedo“ eða barnaníðingur. Nokkrum vikum fyrr hafði dagblaðið News of the World hafið „krossferð“ gegn barnaníðingum og meðal annars birt opinberlega nöfn og heimilisföng 49 dæmdra brotamanna. Almenningi var heitt í hamsi, svo heitt að einhverjir nágrannar Yvette rugluðust á enska orðinu „paedophile“, sem þýðir barnaníðingur, og orðinu „paediatrician“, sem þýðir barnalæknir.Pottur brotinn Flestir voru vafalaust slegnir óhug sem fylgdust með umfjöllun Kastljóss síðustu viku um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson og hálfrar aldar brotaferil hans. Glæpirnir gerast ekki mikið hrottalegri, meira mannskemmandi, en slík misnotkun á börnum og unglingum. Mál Karls Vignis minnir um margt á mál þjóðþekkts skemmtikrafts í Bretlandi sem kom upp í október á síðasta ári og hefur verið í deiglunni þar í landi síðan. Jimmy Savile lést árið 2011, 84 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir störf í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann starfaði meðal annars við dagskrárgerð fyrir börn og unglinga. Tæpu ári eftir að hann lést bárust fréttir af meintum kynferðisafbrotum hans gegn börnum. Í kjölfarið var sem flóðgátt brysti. Lögreglu bárust hundruð tilkynninga um meinta misnotkun Saviles á börnum sem virtist, eins og í tilfelli Karls Vignis, hafa komist upp með athæfið í meira en hálfa öld. Síðastliðinn föstudag var gefin út skýrsla um málið sem unnin var af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum. Rannsókn á kynferðisbrotum Jimmys Savile hefur leitt í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að því að taka á kynferðisbrotum gegn börnum í Bretlandi. Að sama skapi hefur umfjöllun Kastljóss svipt hulunni af sambærilegri brotalöm hér á landi.Varlega í sakirnar Ærandi þögn virðist vera gegnumgangandi þema þegar kemur að brotum bæði Saviles og Karls Vignis. Það voru margir sem vissu en flestir þögðu. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss var Karl Vignir rekinn úr starfi að minnsta kosti fjórum sinnum þegar grunur lék á að hann misnotaði ungmenni á vinnustaðnum. Enginn yfirmanna hans virðist hins vegar hafa haft samband við lögreglu. Þau fórnarlamba hans sem hugðust leita réttar síns komu síðan að lokuðum dyrum í réttarkerfinu því brotin voru í flestum tilfellum fyrnd. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson hefur ríkisstjórnin sett saman samráðshóp sem vinna á að bættum viðbrögðum og eftirfylgni vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Því ber að fagna. Formaður hópsins, Ágúst Ólafur Ágústsson, barðist fyrir því er hann sat á þingi fyrir nokkrum árum að kynferðisbrot gegn börnum yrðu gerð ófyrnanleg. Var samþykkt árið 2007 að slíkt skyldi ná til hinna alvarlegri brota. Lögin eru auðvitað ekki afturvirk en í framtíðinni ætti ekki að vera hægt að vísa fórnarlömbum barnaníðinga frá með þeim orðum að of langt sé liðið síðan brotið var á þeim. Mikilvægt er þó við þá vinnu sem er fram undan að farið sé varlega í sakirnar og málið unnið af yfirvegun. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur nokkuð borið á umræðu um opinbera gagnagrunna sem til eru í Bandaríkjunum og hafa að geyma nöfn og heimilisföng barnaníðinga og vangaveltum um hvort slíkt kerfi henti á Íslandi. Áður en breska dagblaðið News of the World birti opinberlega lista yfir dæmda barnaníðinga sem varð til þess að barnalæknirinn Yvette Cloete var sökuð um það á útidyrahurðinni sinni að vera „paedo“ grátbáðu forsvarsmenn bresku lögreglunnar blaðið um að gera það ekki. Í Bretlandi er dæmdum kynferðisglæpamönnum skylt að skrá sig hjá lögreglu í þar til gerðan gagnagrunn. Gagnagrunnurinn er hins vegar ekki opinber eins og í Bandaríkjunum. Breska lögreglan var þeirrar skoðunar að uppátækið stefndi börnum í hættu því með því að gera upplýsingar um barnaníðinga opinberar væru meiri líkur á að þeir reyndu að fara huldu höfði í samfélaginu, skiptu um nafn og heimilisfang svo engin leið yrði að fylgjast með þeim. Opinber gagnagrunnur um barnaníðinga getur auk þess ýtt undir múgæsing sem erfitt er að sjá að sé fórnarlömbum slíkra ofbeldismanna til gagns. Í síðustu viku sagði Hrönn Sveinsdóttir, kvikmyndastjóri Bíó Paradísar, frá því hvernig hún hefði á unglingsárum sínum gengið í skrokk á Karli Vigni ásamt vini eftir að þau hittu eitt af fórnarlömbum hans á djamminu. Heift unglinganna er skiljanleg. Hins vegar má efast um að nokkur hafi verið bættari eftir barsmíðarnar.Þagnarmúrinn hruninn Hægt er að grípa til ýmissa aðgerða til að reyna að vernda börn gegn níðingum eins og Jimmy Savile og Karli Vigni – hve árangursríkar þær eru er erfitt að segja til um fyrir fram. Engin þeirra mun þó komast í hálfkvisti við gagnsemi þess mikilsverða framtaks sem fórnarlömb Karls Vignis sýndu er þau stigu fram í kastljósið og sögðu sögu sína. Frásögnum þeirra fylgir sú krafa að á börn sé hlustað, að þau séu tekin trúanleg; þeim fylgir hvatning til annarra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi að greina frá því og leggja fram kæru gegn gerandanum sé þess kostur. Í Bretlandi hefur tilkynningum um kynferðismisnotkun á börnum snarfjölgað eftir að upp komst um Jimmy Savile. Ekki er ólíklegt að þróunin verði með sama móti hér á landi í kjölfar umræðunnar um Karl Vigni. Þagnarmúrinn er hruninn. Nú er það okkar, samfélagsins alls, að tryggja að hann rísi ekki á nýjan leik.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar