Píratar á báðum vængjum Smári McCarthy skrifar 16. janúar 2013 06:00 Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun