Hvað meinar þú Ögmundur? Andrés Pétursson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun